RÚV yfirskuldsett Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2014 20:30 vísir/gva Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. Stærstur hluti þeirra vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. „Félagið er yfirskuldsett og skapar ekki nægt sjóðsstreymi til að standa undir greiðslum næsta árs afborgana og vaxtagreiðslna. Því er nauðsynlegt fyrir RÚV að minnka skuldir og auka veltufé til þess að tryggja rekstrarhæfi félagsins,“ segir í tilkynningunni. Sem kunnugt er réðst fyrri framkvæmdastjórn í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir í lok síðasta árs með það að markmiði að koma rekstri RÚV í jafnvægi. Aðgerðirnar dugðu þó ekki til þess að jafnvægi næðist og útlit er fyrir umtalsverðu tapi á rekstrarárinu 2013-2014. Í tilkynningunni segir að meira þurfi til að núverandi tekjur standi undir starfsemi RÚV. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir þetta mikil vonbrigði. Félagið sé augljóslega enn ekki náð að losa sig við þann fortíðarvanda sem það hefur lengi glímt við. „Nú liggur fyrir nokkuð skýr mynd af stöðu RÚV og ég bind vonir við að menn vinni sameiginlega að því að treysta grundvöll RÚV og þannig skapa viðundandi aðstæður fyrir Ríkisútvarpið til að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem af því er vænst í lögum – og ekki síður af þjóðinni. Ríkisútvarpið er ein mikilvægasta lýðræðis- og menningarstofnun þjóðarinnar og við viljum tryggja að það standi undir nafni sem útvarp allra landsmanna,“ segir Magnús Geir. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. Stærstur hluti þeirra vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. „Félagið er yfirskuldsett og skapar ekki nægt sjóðsstreymi til að standa undir greiðslum næsta árs afborgana og vaxtagreiðslna. Því er nauðsynlegt fyrir RÚV að minnka skuldir og auka veltufé til þess að tryggja rekstrarhæfi félagsins,“ segir í tilkynningunni. Sem kunnugt er réðst fyrri framkvæmdastjórn í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir í lok síðasta árs með það að markmiði að koma rekstri RÚV í jafnvægi. Aðgerðirnar dugðu þó ekki til þess að jafnvægi næðist og útlit er fyrir umtalsverðu tapi á rekstrarárinu 2013-2014. Í tilkynningunni segir að meira þurfi til að núverandi tekjur standi undir starfsemi RÚV. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir þetta mikil vonbrigði. Félagið sé augljóslega enn ekki náð að losa sig við þann fortíðarvanda sem það hefur lengi glímt við. „Nú liggur fyrir nokkuð skýr mynd af stöðu RÚV og ég bind vonir við að menn vinni sameiginlega að því að treysta grundvöll RÚV og þannig skapa viðundandi aðstæður fyrir Ríkisútvarpið til að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem af því er vænst í lögum – og ekki síður af þjóðinni. Ríkisútvarpið er ein mikilvægasta lýðræðis- og menningarstofnun þjóðarinnar og við viljum tryggja að það standi undir nafni sem útvarp allra landsmanna,“ segir Magnús Geir.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira