Bæjarstjórahjónin í Iguala handtekin Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. nóvember 2014 11:30 Reiði Íbúar í Chilpancingo, höfuðstað Guerrero-héraðs, kasta grjóti í hús héraðsstjórans. Vísir/AP Fyrrverandi bæjarstjóri í Iguala í Mexíkó hefur verið handtekinn ásamt eiginkonu sinni. Bæjarstjórinn er sakaður um að hafa skipað mönnum sínum að gera árás á hóp háskólanema í lok september. Sex námsmenn létu lífið í árásinni og 43 virðast hafa verið numdir á brott. Málið hefur varpað nýju ljósi á náin tengsl ráðamanna sums staðar í Mexíkó við fíkniefnagengi, sem vaða þar uppi. Bæjarstjórahjónin fyrrverandi, þau Jose Luis Abarca og Maria de los Angeles Pineda, sýndu engan mótþróa þegar þau voru handtekin í Mexíkóborg snemma þriðjudags. Talsmaður mexíkósku sambandslögreglunnar staðfesti handtökuna á Twitter-síðu sinni í gær. Enn er allt óljóst um afdrif námsmannanna 43 þrátt fyrir að lögregla hafi lagt töluvert kapp á að upplýsa málið. Íbúar í Iguala og víðar í Guerrero-héraði hafa krafist svara og staðið fyrir mótmælum nánast daglega. Það voru lögreglumenn sem réðust á námsmenn við lítinn kennaraháskóla í Ayotzinapa, sem er skammt frá Iguala, þann 26. september síðastliðinn. Þessi tiltekni hópur lögreglumanna hefur starfað náið með glæpamönnum úr fíkniefnagenginu Guerreros Unidos. Stjórnvöld í Mexíkó segja nú að skipun um árásina á skólann hafi komið beint frá bæjarstjóranum. Hann hafi staðið í þeirri trú að námsmennirnir hafi ætlað sér að trufla ræðu bæjarstjórafrúarinnar síðar um daginn, en hún er jafnframt sögð hafa starfað með glæpagenginu. Leitin að námsmönnunum hefur meðal annars borist upp í hæðirnar fyrir ofan Iguala, þar sem um þrjátíu lík hafa fundist í fjöldagröfum. Enn hefur þó ekki fengist staðfest að neitt af þessum líkum sé af námsmönnunum. Þann 19. október tók stjórnin í Mexíkóborg ákvörðun um að senda sambandslögreglumenn til Iguala og taka þar við löggæslu. Lögreglumönnum bæjarins hefur verið vikið frá störfum. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Fyrrverandi bæjarstjóri í Iguala í Mexíkó hefur verið handtekinn ásamt eiginkonu sinni. Bæjarstjórinn er sakaður um að hafa skipað mönnum sínum að gera árás á hóp háskólanema í lok september. Sex námsmenn létu lífið í árásinni og 43 virðast hafa verið numdir á brott. Málið hefur varpað nýju ljósi á náin tengsl ráðamanna sums staðar í Mexíkó við fíkniefnagengi, sem vaða þar uppi. Bæjarstjórahjónin fyrrverandi, þau Jose Luis Abarca og Maria de los Angeles Pineda, sýndu engan mótþróa þegar þau voru handtekin í Mexíkóborg snemma þriðjudags. Talsmaður mexíkósku sambandslögreglunnar staðfesti handtökuna á Twitter-síðu sinni í gær. Enn er allt óljóst um afdrif námsmannanna 43 þrátt fyrir að lögregla hafi lagt töluvert kapp á að upplýsa málið. Íbúar í Iguala og víðar í Guerrero-héraði hafa krafist svara og staðið fyrir mótmælum nánast daglega. Það voru lögreglumenn sem réðust á námsmenn við lítinn kennaraháskóla í Ayotzinapa, sem er skammt frá Iguala, þann 26. september síðastliðinn. Þessi tiltekni hópur lögreglumanna hefur starfað náið með glæpamönnum úr fíkniefnagenginu Guerreros Unidos. Stjórnvöld í Mexíkó segja nú að skipun um árásina á skólann hafi komið beint frá bæjarstjóranum. Hann hafi staðið í þeirri trú að námsmennirnir hafi ætlað sér að trufla ræðu bæjarstjórafrúarinnar síðar um daginn, en hún er jafnframt sögð hafa starfað með glæpagenginu. Leitin að námsmönnunum hefur meðal annars borist upp í hæðirnar fyrir ofan Iguala, þar sem um þrjátíu lík hafa fundist í fjöldagröfum. Enn hefur þó ekki fengist staðfest að neitt af þessum líkum sé af námsmönnunum. Þann 19. október tók stjórnin í Mexíkóborg ákvörðun um að senda sambandslögreglumenn til Iguala og taka þar við löggæslu. Lögreglumönnum bæjarins hefur verið vikið frá störfum.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira