Hraunbæjarmálið: Sorglegt atvik sem mun hafa áhrif á vinnu heilbrigðisráðuneytisins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júní 2014 00:01 Kristján Þór Júlíusson vinnur á grundvelli þingsályktunartillögu en fyrsti flutningsmaður hennar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það sem hefur gerst er að við erum að vinna að mótun geðheilbrigðisstefnu. Svona sorglegir atburðir hljóta að setja mark sitt á alla þá vinnu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, spurður um viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins við Hraunbæjarmálinu svokallaða. Eins og kunnugt er lést geðfatlaður maður, Sævarr Rafn Jónsson, af völdum lögreglu eftir að hann hafði skotið með haglabyssu út um glugga á heimili sínu og lögregla var kölluð á staðinn. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að svo veikur maður skyldi búa einn í íbúð án nokkurs eftirlits. „Þá hljótum við að skoða sérstaklega þessi jaðartilvik.“ „Það er brotalöm í hvernig þessi tvö kerfi tala saman, það er að segja, kerfi sveitarfélaganna annars vegar og kerfi ríkis hins vegar,“ segir Kristján Þór. „Það eru lokuð svæði einhvers staðar sem valda því að einstaklingar eru að detta á milli skips og bryggju. Þá hljótum við að beita okkur fyrir því að byggja brýr á milli kerfanna til að forða því að einstaklingar þurfi að lenda í þessum gildrum.“ Kristján vill ekki fara í að ræða einstök mál spurður um gagnrýni systkina Sævarrs. Hann vill heldur ekki svara því hvernig stefnu hann vill sjálfur taka í geðheilbrigðismálum á Íslandi heldur vilji hann gefa sem fer með geðheilbrigðisstefnuna sitt svigrúm til að vinna á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti. „Við erum að vinna á grundvelli þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti,“ útskýrir Kristján. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Vinna er hafin við að leggja grunn að þessu starfi, sérstök nefnd kemur til með að ræða mótun geðheilbrigðisstefnunnar og á ráðuneytið að skila tillögunum öðru hvoru megin við áramót að sögn Kristjáns. „Örugglega fer þetta tilvik inn í þennan reynslubanka sem nefndin kemur til með að vinna úr, það er alveg ljóst.“ „Ég get ekki svarað neinu til um hvernig nefndin mun skila sinni afurð. Í grunninn eru allir meira og minna sammála um hvernig þeir vilji sjá þessi kerfi vinna saman, að þetta vinni á þeim grunni að einstaklingar lendi ekki á einhverju einskismannslandi eins og hefur gerst og er að gerast.“ En er hægt að finna einhverja lausn sem á við um öll jaðartilvik líkt og það í Hraunbæjarmálinu? „Ég veit það ekki,“ segir Kristján hreinskilnislega. „Vonandi getum við fyrirbyggt einhver tilvik sem við höfum reynslu af. En það er aldrei hægt að fullyrða að einhver tilvik geti ekki komið upp sem starfsfólkið okkar sjái ekki fyrir. En vonandi verður okkur kleift að vinna með þeim hætti að þau verði helst engin.“ Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Það sem hefur gerst er að við erum að vinna að mótun geðheilbrigðisstefnu. Svona sorglegir atburðir hljóta að setja mark sitt á alla þá vinnu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, spurður um viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins við Hraunbæjarmálinu svokallaða. Eins og kunnugt er lést geðfatlaður maður, Sævarr Rafn Jónsson, af völdum lögreglu eftir að hann hafði skotið með haglabyssu út um glugga á heimili sínu og lögregla var kölluð á staðinn. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að svo veikur maður skyldi búa einn í íbúð án nokkurs eftirlits. „Þá hljótum við að skoða sérstaklega þessi jaðartilvik.“ „Það er brotalöm í hvernig þessi tvö kerfi tala saman, það er að segja, kerfi sveitarfélaganna annars vegar og kerfi ríkis hins vegar,“ segir Kristján Þór. „Það eru lokuð svæði einhvers staðar sem valda því að einstaklingar eru að detta á milli skips og bryggju. Þá hljótum við að beita okkur fyrir því að byggja brýr á milli kerfanna til að forða því að einstaklingar þurfi að lenda í þessum gildrum.“ Kristján vill ekki fara í að ræða einstök mál spurður um gagnrýni systkina Sævarrs. Hann vill heldur ekki svara því hvernig stefnu hann vill sjálfur taka í geðheilbrigðismálum á Íslandi heldur vilji hann gefa sem fer með geðheilbrigðisstefnuna sitt svigrúm til að vinna á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti. „Við erum að vinna á grundvelli þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti,“ útskýrir Kristján. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Vinna er hafin við að leggja grunn að þessu starfi, sérstök nefnd kemur til með að ræða mótun geðheilbrigðisstefnunnar og á ráðuneytið að skila tillögunum öðru hvoru megin við áramót að sögn Kristjáns. „Örugglega fer þetta tilvik inn í þennan reynslubanka sem nefndin kemur til með að vinna úr, það er alveg ljóst.“ „Ég get ekki svarað neinu til um hvernig nefndin mun skila sinni afurð. Í grunninn eru allir meira og minna sammála um hvernig þeir vilji sjá þessi kerfi vinna saman, að þetta vinni á þeim grunni að einstaklingar lendi ekki á einhverju einskismannslandi eins og hefur gerst og er að gerast.“ En er hægt að finna einhverja lausn sem á við um öll jaðartilvik líkt og það í Hraunbæjarmálinu? „Ég veit það ekki,“ segir Kristján hreinskilnislega. „Vonandi getum við fyrirbyggt einhver tilvik sem við höfum reynslu af. En það er aldrei hægt að fullyrða að einhver tilvik geti ekki komið upp sem starfsfólkið okkar sjái ekki fyrir. En vonandi verður okkur kleift að vinna með þeim hætti að þau verði helst engin.“
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira