Votviðrið setti strik í reikninginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2014 15:47 „Við vorum í fullum samskiptum við Reykjarvíkurborg í þessu verkefni. Maður mætir ekkert með stærðarinnar sirkustjald og bara setur það niður. Það segir sig sjálft,“ segir Margrét Erla Maack, talskona Sirkus Íslands. Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Hundavinafélagið á Klambratúni væri ósátt með hvernig komið er fyrir grasbala einum þar sem áður stóð tjald á vegum sirkussins.Hin svokallaða skeifa á Klambratúni er illa farin eftir sýningar sirkussins á túninu. Þar sem tjaldið stóð er nú eitt moldarsvað og stærðarinnar hjólför liggja til og frá svæðinu en sirkusinn er á faraldsfæti um landið í sumar. „Ágangurinn var mjög mikill og í raun meiri en við gerðum ráð fyrir. Því brugðum við á það ráð að kaupa mottur til að reyna að draga úr átroðningnum,“ segir Margrét og bætir við að motturnar séu nú staðlaður búnaður á öllum sýningum sirkussins. Margrét minnir á að veðurfarið hafi vissulega skipt máli í þessu samhengi. Síðustu vikur hafa verið einstaklega votviðrasamar og það hafi gert jarðveginn mjög viðkvæman fyrir áreiti. „Við vorum í daglegum samskiptum við garðyrkjumenn á vegum borgarinnar þegar tók að rigna jafn mikið og raun bar vitni og við gerðum margvísleg plön til að allt færi vel. Við unnum með hámenntuðu fólki sem þekkir Klambratún eins og handabakið á sér og það mælti sérstaklega með þessari staðsetningu“ Eftir að Sirkusinn fjarlægði tjaldið sitt á dögunum hafi strax verið ráðist í það að róta upp jarðveginum og sá grasfræjum. Búist er við því að allt verði komið í samt horf innan tveggja vikna, „sérstaklega ef heldur áfram að rigna svona.“ Sirkusinn er nú staddur á Ísafirði og að sögn Margrétar hafa sýningar gengið vel. „Við erum búin með tvo sýningardaga, sex sýningar búnar, fjórar eftir, troðfull tjöld og gleði,“ segir Margrét og bætir kímin við: „Og við erum að sjálfsögðu líka í fullu samstarf við bæjaryfirvöld á Ísafirði.“ Tengdar fréttir Klambratún illa farið eftir sýningar Sirkuss Íslands Meðlimir Hundavinafélagsins á Klambratúni hafa kvartað við borgaryfirvöld vegna drullusvaðsins sem myndast hefur á túninu. 19. júlí 2014 12:08 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
„Við vorum í fullum samskiptum við Reykjarvíkurborg í þessu verkefni. Maður mætir ekkert með stærðarinnar sirkustjald og bara setur það niður. Það segir sig sjálft,“ segir Margrét Erla Maack, talskona Sirkus Íslands. Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Hundavinafélagið á Klambratúni væri ósátt með hvernig komið er fyrir grasbala einum þar sem áður stóð tjald á vegum sirkussins.Hin svokallaða skeifa á Klambratúni er illa farin eftir sýningar sirkussins á túninu. Þar sem tjaldið stóð er nú eitt moldarsvað og stærðarinnar hjólför liggja til og frá svæðinu en sirkusinn er á faraldsfæti um landið í sumar. „Ágangurinn var mjög mikill og í raun meiri en við gerðum ráð fyrir. Því brugðum við á það ráð að kaupa mottur til að reyna að draga úr átroðningnum,“ segir Margrét og bætir við að motturnar séu nú staðlaður búnaður á öllum sýningum sirkussins. Margrét minnir á að veðurfarið hafi vissulega skipt máli í þessu samhengi. Síðustu vikur hafa verið einstaklega votviðrasamar og það hafi gert jarðveginn mjög viðkvæman fyrir áreiti. „Við vorum í daglegum samskiptum við garðyrkjumenn á vegum borgarinnar þegar tók að rigna jafn mikið og raun bar vitni og við gerðum margvísleg plön til að allt færi vel. Við unnum með hámenntuðu fólki sem þekkir Klambratún eins og handabakið á sér og það mælti sérstaklega með þessari staðsetningu“ Eftir að Sirkusinn fjarlægði tjaldið sitt á dögunum hafi strax verið ráðist í það að róta upp jarðveginum og sá grasfræjum. Búist er við því að allt verði komið í samt horf innan tveggja vikna, „sérstaklega ef heldur áfram að rigna svona.“ Sirkusinn er nú staddur á Ísafirði og að sögn Margrétar hafa sýningar gengið vel. „Við erum búin með tvo sýningardaga, sex sýningar búnar, fjórar eftir, troðfull tjöld og gleði,“ segir Margrét og bætir kímin við: „Og við erum að sjálfsögðu líka í fullu samstarf við bæjaryfirvöld á Ísafirði.“
Tengdar fréttir Klambratún illa farið eftir sýningar Sirkuss Íslands Meðlimir Hundavinafélagsins á Klambratúni hafa kvartað við borgaryfirvöld vegna drullusvaðsins sem myndast hefur á túninu. 19. júlí 2014 12:08 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
Klambratún illa farið eftir sýningar Sirkuss Íslands Meðlimir Hundavinafélagsins á Klambratúni hafa kvartað við borgaryfirvöld vegna drullusvaðsins sem myndast hefur á túninu. 19. júlí 2014 12:08