Enski boltinn

Aron Einar skoraði í tapleik | Jóhann Berg fór meiddur af velli

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron Einar skoraði en það dugði skammt
Aron Einar skoraði en það dugði skammt vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson skoraði annað mark Cardiff sem tapaði 4-2 fyrir Norwich á heimavelli sínum í Wales í ensku Championship deildinni.

Cardiff komst í 2-0 og var það staðan í hálfleik. Það tók Norwich aðeins þrettán mínútur að jafna metin í seinni hálfleik og sá Cardiff aldrei til sólar í seinni hálfleiknum.

Norwich er í öðru sæti deildarinnar með 13 stig en Cardiff er 15. sæti með 8 stig.

Kári Árnason lék allan leikinn í vörn Rotherham United sem tryggði sér 1-1 jafntefli gegn Bournemouth með marki í uppbótartíma.

Rotherham er í 18. sæti með 7 stig, stigi minna en Bournemouth.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Charlton sem lagði Watford 1-0. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 3. mínútu leiksins.

Jóhann Berg fékk að líta gula spjaldið á 24. mínútu og fjórum mínútum síðar þurfti hann að fara af leikvelli vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×