Arnfirðingar vilja breyta veðurkortinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. ágúst 2014 07:30 Þá sem horfðu á veðurfréttirnar 5. ágúst hefur örugglega ekki fýst í að fara vestur. Þar voru sýnd fimm stig á Vestfjörðum meðan þau reyndust um 14 á Bíldudal. „Það er náttúrlega ekkert vit í því að hitatölur frá annesjum við ystu höf séu látnar standa fyrir veðrið á Vestfjörðum,“ segir Valdimar Gunnarsson, félagi í Arnfirðingafélaginu. Hann sendi Veðurstofunni bréf þar sem það er gagnrýnt að veðurmælingar frá veðurathugunarstöðinni í Bolungarvík séu látnar standa fyrir veðurfar á Vestfjörðum á yfirlitskortinu. Þar segir að þann 5. ágúst síðastliðinn hafi yfirlitskortið í veðurfréttatímanum sagt að fimm stig væru á Vestfjörðum en þá voru Bílddælingar að sleikja sólina í fjórtán stiga hita. Valdimar segir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Bíldudal undanfarin ár en íslenskum ferðamönnum síður enda sé ekki mikill hvati til þess að bregða sér vestur þegar svo lágar hitatölur séu látnar segja til um veðurfarið fyrir vestan. „Það er því mikið í húfi fyrir ferðaþjónustuna á Vestfjörðum,“ segir Valdimar.Valdimar Gunnarsson„Já, það er oft töluvert kaldara þarna yst við Djúp en í Arnarfirði, sérstaklega í norðaustanátt á sumrin, þetta er alveg rétt,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Hann hefur þegar brugðist við gagnrýninni. „Ég fór að bæta við hitatölum sem gætu staðið fyrir Bíldudal þá daga sem líklegt er að einhverju muni í hita og hvatti félaga mína til að fylgja fordæminu. En við erum að fara yfir þessi mál núna og ráða ráðum okkar en það eru fleiri staðir á landinu í hliðstæðri stöðu.“ Hann nefnir sem dæmi að stundum sé þoka og frekar svalt niðri á Austfjörðum en á sama tíma heiðskírt og afar hlýtt uppi á Héraði. Hitatala frá öðrum hvorum staðnum er því ekki lýsandi fyrir svæðið í slíkum tilfellum. Hann segir breytinga að vænta með haustinu. „Hugmyndin sem er uppi núna er að fækka táknum svo hægt sé að hafa fleiri hitatölur inni. Við gætum síðan sagt frá skýjafari og vindi í öðrum kortum.“ Haraldur segir veðursældina á Bíldudal vera sér vel ljósa frá því komið var þar upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð árið 1998. Hún hefur orðið tilefni skrifa í erlend fræðirit. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
„Það er náttúrlega ekkert vit í því að hitatölur frá annesjum við ystu höf séu látnar standa fyrir veðrið á Vestfjörðum,“ segir Valdimar Gunnarsson, félagi í Arnfirðingafélaginu. Hann sendi Veðurstofunni bréf þar sem það er gagnrýnt að veðurmælingar frá veðurathugunarstöðinni í Bolungarvík séu látnar standa fyrir veðurfar á Vestfjörðum á yfirlitskortinu. Þar segir að þann 5. ágúst síðastliðinn hafi yfirlitskortið í veðurfréttatímanum sagt að fimm stig væru á Vestfjörðum en þá voru Bílddælingar að sleikja sólina í fjórtán stiga hita. Valdimar segir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Bíldudal undanfarin ár en íslenskum ferðamönnum síður enda sé ekki mikill hvati til þess að bregða sér vestur þegar svo lágar hitatölur séu látnar segja til um veðurfarið fyrir vestan. „Það er því mikið í húfi fyrir ferðaþjónustuna á Vestfjörðum,“ segir Valdimar.Valdimar Gunnarsson„Já, það er oft töluvert kaldara þarna yst við Djúp en í Arnarfirði, sérstaklega í norðaustanátt á sumrin, þetta er alveg rétt,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Hann hefur þegar brugðist við gagnrýninni. „Ég fór að bæta við hitatölum sem gætu staðið fyrir Bíldudal þá daga sem líklegt er að einhverju muni í hita og hvatti félaga mína til að fylgja fordæminu. En við erum að fara yfir þessi mál núna og ráða ráðum okkar en það eru fleiri staðir á landinu í hliðstæðri stöðu.“ Hann nefnir sem dæmi að stundum sé þoka og frekar svalt niðri á Austfjörðum en á sama tíma heiðskírt og afar hlýtt uppi á Héraði. Hitatala frá öðrum hvorum staðnum er því ekki lýsandi fyrir svæðið í slíkum tilfellum. Hann segir breytinga að vænta með haustinu. „Hugmyndin sem er uppi núna er að fækka táknum svo hægt sé að hafa fleiri hitatölur inni. Við gætum síðan sagt frá skýjafari og vindi í öðrum kortum.“ Haraldur segir veðursældina á Bíldudal vera sér vel ljósa frá því komið var þar upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð árið 1998. Hún hefur orðið tilefni skrifa í erlend fræðirit.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira