Harmonikkum stolið og antíkpíanó skemmt í innbroti Bjarki Ármannsson skrifar 25. ágúst 2014 15:55 Baldur og ein harmonikkanna sem saknað er. Mynd/Baldur Sigurðarson „Það getur enginn sett sig í þessi spor fyrr en maður hefur lent í þessu, allavega gat ég það ekki,“ segir Baldur Sigurðarson. Hann kom að heimili sínu í Garðabæ á föstudagskvöld og sá að brotist hafði verið inn. Baldur hefur ekki tölu á því hversu miklu var stolið. „Ég geri mér enga grein fyrir því,“ segir hann. „Þeir tóku hringana mína, farsíma, Go-Pro myndavél, GPS-tæki tvö. Ég drekk varla en ég var með vínskáp, fín vín. Hann var náttúrulega hreinsaður.“ Einnig voru teknar nokkrar fartölvur, en Baldur hefur undanfarið séð um fartölvuviðgerð fyrir aðra. Mest segir hann þó að muni um hljóðfæri hans. Baldur er harmonikkuleikari og þrjár harmonikkur með mikið tilfinningalegt gildi voru teknar í innbrotinu. „Þetta eru börnin mín. Þetta eru dýrgripir, ég er ekki að fara að fá svona nikkur aftur,“ segir Baldur, sem er öryrki í dag. Einnig skemmdist í innbrotinu 109 ára „antík“-píanó. Baldur segir að þjófarnir hafi misst eitthvað á það, mögulega eina harmonikkuna. „Það sér ekki á því, en það er eitthvað brotið inni í því. Þetta er sérsmíðað,“ segir hann. Baldur er enn að taka saman með hjálp vina hvað nákvæmlega varð eftir og hvers er saknað. Hann segir það starf ekki öfundsvert. „Þetta er alveg ömurlegt,“ segir hann. „Fyrir utan það að maður sefur ekki á nóttinni. Vitandi að einhver hafi farið inn til manns og í gegnum allar eigur manns. Það er alveg bara fáránlegt.“ Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
„Það getur enginn sett sig í þessi spor fyrr en maður hefur lent í þessu, allavega gat ég það ekki,“ segir Baldur Sigurðarson. Hann kom að heimili sínu í Garðabæ á föstudagskvöld og sá að brotist hafði verið inn. Baldur hefur ekki tölu á því hversu miklu var stolið. „Ég geri mér enga grein fyrir því,“ segir hann. „Þeir tóku hringana mína, farsíma, Go-Pro myndavél, GPS-tæki tvö. Ég drekk varla en ég var með vínskáp, fín vín. Hann var náttúrulega hreinsaður.“ Einnig voru teknar nokkrar fartölvur, en Baldur hefur undanfarið séð um fartölvuviðgerð fyrir aðra. Mest segir hann þó að muni um hljóðfæri hans. Baldur er harmonikkuleikari og þrjár harmonikkur með mikið tilfinningalegt gildi voru teknar í innbrotinu. „Þetta eru börnin mín. Þetta eru dýrgripir, ég er ekki að fara að fá svona nikkur aftur,“ segir Baldur, sem er öryrki í dag. Einnig skemmdist í innbrotinu 109 ára „antík“-píanó. Baldur segir að þjófarnir hafi misst eitthvað á það, mögulega eina harmonikkuna. „Það sér ekki á því, en það er eitthvað brotið inni í því. Þetta er sérsmíðað,“ segir hann. Baldur er enn að taka saman með hjálp vina hvað nákvæmlega varð eftir og hvers er saknað. Hann segir það starf ekki öfundsvert. „Þetta er alveg ömurlegt,“ segir hann. „Fyrir utan það að maður sefur ekki á nóttinni. Vitandi að einhver hafi farið inn til manns og í gegnum allar eigur manns. Það er alveg bara fáránlegt.“
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira