Erlent

Fjallaljón náðist við steikhús í Bandaríkjunum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér sést fjallaljónið.
Hér sést fjallaljónið.
Fjallaljón sást í verslunarkjarna úthverfi borgarinnar Salt Lake City í Utah-fylki í Bandaríkjunum í gærmorgun. Sérstök sveit lögreglunnar sem sér um að handsama dýr var kölluð út og handsömuðu ljónið. Að sögn ABC-fréttastofunnar í Bandaríkjunum skaut einn lögreglumaður að ljóninu en hitti ekki.

Hér að neðan má sjá myndband af ljóninu og einnig heyrist skothvellurinn, þegar lögreglumaðurinn reynir að skjóta ljónið.

Ljónið náðist fyrir utan steikhús. Áður en það náðist reyndi það að flýja, stökk yfir girðingar og reyndi að fela sig í runna. Dýrið var deyft með sérstökum pílum.

„Ég var mjög hrædd,“ sagði Leesha Francis, sem vinnur nálægt steikhúsinu.

Fjallaljónið er tveggja ára gamalt og er tæp fimmtíu kíló að þyngd. Dýrinu verður sleppt þegar deyfingin hættir að virka. Mikið er um fjallaljón í Utah-fylki, en það er ekki algengt að þau láti sjá sig inni í borgum og bæjum, að sögn lögreglunnar í Salt Lake City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×