Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júlí 2014 12:41 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. visir/auðunn Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeirri óánægju sem fram hefur komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi 27. júní að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. Akureyrarbær vill leggja áherslu á að sátt náist um málið. „Þó Akureyrarbær hafi ekki beina aðkomu að málinu mun bærinn leggja sitt að mörkum til að þessar breytingar gangi sem best fyrir sig. Bærinn mun einnig taka saman efni til upplýsingar fyrir alla þá sem vilja kynna sér það sem Akureyri hefur upp á að bjóða og liðsinna hverjum þeim sem ákveður að fylgja nýrri starfstöð. Upplýsingar um þetta verða aðgengilegar á vef bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Akureyrarbær hafi lengi lagt áherslu á uppbyggingu opinberra starfa í bænum og að þar séu allar forsendur til staðar fyrir slíka starfsemi. „Í bænum er öflugt og fjölbreytt samfélag sem tryggir góð lífsgæði allra sem þar búa. Þó svo Akureyrarbær hafi ekki komið að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar er það skoðun bæjaryfirvalda að Akureyri sé ákjósanlegur staður fyrir starfsemi stofnunarinnar. Innan bæjarins er mikil og sterk fagleg þekking á sjávarútvegi vegna langrar útgerðasögu bæjarins. Þá hefur sjávarútvegsfræði verið kennd við Háskólann á Akureyri síðan 1990 og þannig byggst upp fræðileg sérþekking á sjávarútvegi.“ Það mun vera kappsmál bæjarins og allra þeirra sem koma að málinu að starfsemi Fiskistofu verði sem öflugust. „Mikilvægt sé að umræða um hana sé á faglegum forsendum en endi ekki í karpi á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Á Akureyri eru allar forsendur til þess að stofnunin geti eflst enn frekar og munu bæjaryfirvöld gera það sem það sem í þeirra valdi stendur til að styðja við starfsemi hennar.“ Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeirri óánægju sem fram hefur komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi 27. júní að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. Akureyrarbær vill leggja áherslu á að sátt náist um málið. „Þó Akureyrarbær hafi ekki beina aðkomu að málinu mun bærinn leggja sitt að mörkum til að þessar breytingar gangi sem best fyrir sig. Bærinn mun einnig taka saman efni til upplýsingar fyrir alla þá sem vilja kynna sér það sem Akureyri hefur upp á að bjóða og liðsinna hverjum þeim sem ákveður að fylgja nýrri starfstöð. Upplýsingar um þetta verða aðgengilegar á vef bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Akureyrarbær hafi lengi lagt áherslu á uppbyggingu opinberra starfa í bænum og að þar séu allar forsendur til staðar fyrir slíka starfsemi. „Í bænum er öflugt og fjölbreytt samfélag sem tryggir góð lífsgæði allra sem þar búa. Þó svo Akureyrarbær hafi ekki komið að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar er það skoðun bæjaryfirvalda að Akureyri sé ákjósanlegur staður fyrir starfsemi stofnunarinnar. Innan bæjarins er mikil og sterk fagleg þekking á sjávarútvegi vegna langrar útgerðasögu bæjarins. Þá hefur sjávarútvegsfræði verið kennd við Háskólann á Akureyri síðan 1990 og þannig byggst upp fræðileg sérþekking á sjávarútvegi.“ Það mun vera kappsmál bæjarins og allra þeirra sem koma að málinu að starfsemi Fiskistofu verði sem öflugust. „Mikilvægt sé að umræða um hana sé á faglegum forsendum en endi ekki í karpi á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Á Akureyri eru allar forsendur til þess að stofnunin geti eflst enn frekar og munu bæjaryfirvöld gera það sem það sem í þeirra valdi stendur til að styðja við starfsemi hennar.“
Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38
Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30