Fyrrum borgarstjóri New York ver rétt múslima að byggja mosku Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. maí 2014 12:54 Hér má sjá Michael Bloomberg fyrir fjórum árum síðan, þegar hann heimsótti múslima í New York. Vísir/Getty „Að ríkisstjórn taki ein trúarbrögð fyrir og banni fylgjendum þeirra að byggja bænahús á ákveðnum stað, er algjörlega gegn grunngildum þjóðarinnar, sem eru varin í stjórnarskránni,“ sagði Michael Bloomberg, fyrrum borgarstjóri New York, í ræðu í gær. Í ræðunni fjallaði hann um byggingu mosku í grennd við reitinn þar sem tvíburaturnarnir svokölluðu stóðu áður. Reiturinn ber nú heitið Ground Zero og byggingin sem þar var áður nefndist World Trade Center. Moskan var afar umdeild og var byggingu hennar mótmælt af mörgum, fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þeim sem mótmæltu þótti ekki við hæfi að moska myndi rísa svo nálægt Ground Zero, þessum fræga reit. Eins og flestir vita urðu tvíburaturnarnir fyrir árás hryðjuverkasamtakanna Al Kaída þann 11. september 2001. Þessi staður er mörgum Bandaríkjamönnum mjög mikilvægur. „Eins og margir muna reyndu einhverjir að koma í veg fyrir að moska myndi rísa í grennd við World Trade Center. Þetta var mikið hitamál. Tveir þriðju bandarísku þjóðarinnar var andvígur byggingu mosku á þessu svæði,“ sagði Bloomberg í ræðunni í gær, sem var haldin til heiðurs útskriftanema Harvard-háskólans. Bloomberg sagði frá því að samtökin Anti-Defamation League, sem berjast fyrir algjöru trúfrelsi og gegn ofsóknum á gyðingum, hefðu meira að segja verið andvíg byggingunni. „Ýmiskonar mótmæli voru skipulögð. Fólkið fordæmdi verktana sem unnu að byggingu moskunnar. Mótmælendur kröfðust þess að borgin stöðvaði byggingu moskunnar.“Moskunni var mótmælt í New York.Vísir/GettyBloomberg sagði þó mikilvægt að muna að mótmælendurnir áttu rétt á sinni skoðun: „Þeir voru í fullum rétti og við vörðum þeirra rétt til að mótmæla og koma sínum skoðunum á framfæri. En á sama tíma neituðum við að verða við kröfum þeirra. Það er í okkar verkahring að tryggja að jafnræði þýði í raun jafnræði. Ef þú vilt frelsi til að trúa því sem þú vilt, segja það sem þú vilt eða giftast þeim sem þú vilt verður þú líka að virða minn rétt til þess að gera það sama. Kannski þykja þér mínar gjörðir vera siðlausar eða óréttlátar. En með því að takmarka minn rétt, en halda þínum eigin réttindum, ertu að ganga í lið með óréttlætinu,“ sagði fyrrum borgarstjórinn. Bloomberg sagði að menn hafi oft reynt að takmarka réttindi minnihlutans í gegnum tíðina. En borgir gætu ekki þrifist ef gengið væri á réttindi tiltekins minnihlutahóps. Hann tengdi þetta við skoðanafrelsi í háskólum og rétt háskólafólks að tjá sig um málefni líðandi stundar. Hann sagði mikilvægt að háskólasamfélagið hefði frelsi til þess að setja fram staðreyndir sem samræmdust ekki endilega skoðunum stjórnmvalda: „Í stjórnmálum – og í alltof mörgum háskólum – á fólk erfitt með að heyra staðreyndir sem samræmast ekki þeirra eigin skoðunum. Fólk hræðist þær staðreyndir meira en nokkuð annað.“ Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
„Að ríkisstjórn taki ein trúarbrögð fyrir og banni fylgjendum þeirra að byggja bænahús á ákveðnum stað, er algjörlega gegn grunngildum þjóðarinnar, sem eru varin í stjórnarskránni,“ sagði Michael Bloomberg, fyrrum borgarstjóri New York, í ræðu í gær. Í ræðunni fjallaði hann um byggingu mosku í grennd við reitinn þar sem tvíburaturnarnir svokölluðu stóðu áður. Reiturinn ber nú heitið Ground Zero og byggingin sem þar var áður nefndist World Trade Center. Moskan var afar umdeild og var byggingu hennar mótmælt af mörgum, fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þeim sem mótmæltu þótti ekki við hæfi að moska myndi rísa svo nálægt Ground Zero, þessum fræga reit. Eins og flestir vita urðu tvíburaturnarnir fyrir árás hryðjuverkasamtakanna Al Kaída þann 11. september 2001. Þessi staður er mörgum Bandaríkjamönnum mjög mikilvægur. „Eins og margir muna reyndu einhverjir að koma í veg fyrir að moska myndi rísa í grennd við World Trade Center. Þetta var mikið hitamál. Tveir þriðju bandarísku þjóðarinnar var andvígur byggingu mosku á þessu svæði,“ sagði Bloomberg í ræðunni í gær, sem var haldin til heiðurs útskriftanema Harvard-háskólans. Bloomberg sagði frá því að samtökin Anti-Defamation League, sem berjast fyrir algjöru trúfrelsi og gegn ofsóknum á gyðingum, hefðu meira að segja verið andvíg byggingunni. „Ýmiskonar mótmæli voru skipulögð. Fólkið fordæmdi verktana sem unnu að byggingu moskunnar. Mótmælendur kröfðust þess að borgin stöðvaði byggingu moskunnar.“Moskunni var mótmælt í New York.Vísir/GettyBloomberg sagði þó mikilvægt að muna að mótmælendurnir áttu rétt á sinni skoðun: „Þeir voru í fullum rétti og við vörðum þeirra rétt til að mótmæla og koma sínum skoðunum á framfæri. En á sama tíma neituðum við að verða við kröfum þeirra. Það er í okkar verkahring að tryggja að jafnræði þýði í raun jafnræði. Ef þú vilt frelsi til að trúa því sem þú vilt, segja það sem þú vilt eða giftast þeim sem þú vilt verður þú líka að virða minn rétt til þess að gera það sama. Kannski þykja þér mínar gjörðir vera siðlausar eða óréttlátar. En með því að takmarka minn rétt, en halda þínum eigin réttindum, ertu að ganga í lið með óréttlætinu,“ sagði fyrrum borgarstjórinn. Bloomberg sagði að menn hafi oft reynt að takmarka réttindi minnihlutans í gegnum tíðina. En borgir gætu ekki þrifist ef gengið væri á réttindi tiltekins minnihlutahóps. Hann tengdi þetta við skoðanafrelsi í háskólum og rétt háskólafólks að tjá sig um málefni líðandi stundar. Hann sagði mikilvægt að háskólasamfélagið hefði frelsi til þess að setja fram staðreyndir sem samræmdust ekki endilega skoðunum stjórnmvalda: „Í stjórnmálum – og í alltof mörgum háskólum – á fólk erfitt með að heyra staðreyndir sem samræmast ekki þeirra eigin skoðunum. Fólk hræðist þær staðreyndir meira en nokkuð annað.“
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira