Erlent

Neituðu að hjálpa til við leit að stúlkum sem fundust myrtar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Tveimur lögreglumönnum hefur verið sagt upp störfum í Indlandi eftir að þeir neituðu að hjálpa við leit að tveimur stúlkum. Þær fundust morgunin eftir, þegar búið var að nauðga þeim og myrða. Mennirnir hafa verið ákærðir fyrir aðild að glæp, en auk þess hafa þrír menn verið handteknir.

BBC segir stjórnvöld í Indlandi hafa lofað því að greiða götur þessa máls í réttarkerfi landsins.

Faðir annarrar stúlkunnar sagði BBC að lögreglumennirnir hefðu gert grín að honum þegar hann bað um hjálp við að finna stúlkurnar. Þegar þeir komust að því að hann væri hluti af lágstétt, hefðu þeir neitað að hjálpa honum.

Stúlkurnar, sem voru 14 og 16 ára gamlar, höfðu farið út til að ganga örna sinna, þar sem ekkert klósett væri á heimilum þeirra. Þær fundust morgunin eftir og höfðu þær verið hengdar.

Krufning leiddi í ljós þeim hefði einnig verið nauðgað mörgum sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×