Jose Mourinho, stjóri Chelsea, staðfesti eftir markalausa jafnteflið gegn Atletico að Cech væri kominn í sumarfrí. Hinn 41 árs gamli Mark Schwarzer þarf því að klára tímabilið í marki Chelsea en hann stóð sig vel í kvöld.
Terry meiddist á ökkla og útlitið ekki gott með framhaldið hjá honum heldur.
Það er allt undir hjá Chelsea um helgina er liðið sækir Liverpool heim og ljóst að liðið mætir laskað á Anfield.
