Katla að róast, Hekla líklegri Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2014 18:45 Líkur á Kötlugosi eru nú taldar minni en var fyrir tveimur árum og hefur dregið úr óróa í eldstöðinni. Annað gildir hins vegar um Heklu og segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor að hún sé núna líklegasta eldfjallið til að gjósa á næstu misserum. Margir héldu að gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 myndi ræsa Kötlu í gang. Hlaupið sem kom niður Mýrdalssand sumarið 2011 og skolaði burt brúnni yfir Múlakvísl var bara til að styrkja trú manna um að stutt væri í Kötlugos en þá mynduðust djúpir sigkatlar yfir eldstöðinni. En hún hefur hins vegar ekkert bært á sér að ráði síðasta árið. „Katla er nú í meginatriðum frekar róleg, miðað við það sem hún er búin að vera undanfarin ár,” segir Magnús Tumi í viðtali á Stöð 2. Aukna rafleiðni í Múlakvísl, sem mældist í síðustu viku, telur hann merki um flæði jarðhitavatns. Há leiðni mælist nánast á hverju ári og það þýði leka úr jarðhitasvæðum í jöklinum. „En auðvitað verðum við að fylgjast vel með og vita hvað er að gerast á hverjum tíma.” Magnús Tumi telur raunar að dregið hafi úr líkum á Kötlugosi. „Ég tel minni líkur á Kötlugosi á næstunni heldur en ég taldi fyrir 2-3 árum.”Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð2/Ragnar DagurÞegar prófessorinn er spurður hvaða eldstöð á Íslandi teljist líklegust til að gjósa næst er svarið: Hekla. „Ef Hekla ætlar að halda áfram þeim takti sem hún hefur haft síðan 1947, eða 1970, þá má búast við að komi gos þar á næstu misserum. En það er nú bara þannig að ef við förum aftur fyrir 1947 þá tók hún 50 til 100 ára hlé alltaf á milli gosa. Það má vel vera að hún sé stokkin í þann haminn aftur. En ég myndi nú samt segja að Hekla er svona sá staður sem líklegastur er.” Tengdar fréttir Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu. 8. janúar 2014 12:53 Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26. mars 2013 11:50 Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26. mars 2013 11:22 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Líkur á Kötlugosi eru nú taldar minni en var fyrir tveimur árum og hefur dregið úr óróa í eldstöðinni. Annað gildir hins vegar um Heklu og segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor að hún sé núna líklegasta eldfjallið til að gjósa á næstu misserum. Margir héldu að gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 myndi ræsa Kötlu í gang. Hlaupið sem kom niður Mýrdalssand sumarið 2011 og skolaði burt brúnni yfir Múlakvísl var bara til að styrkja trú manna um að stutt væri í Kötlugos en þá mynduðust djúpir sigkatlar yfir eldstöðinni. En hún hefur hins vegar ekkert bært á sér að ráði síðasta árið. „Katla er nú í meginatriðum frekar róleg, miðað við það sem hún er búin að vera undanfarin ár,” segir Magnús Tumi í viðtali á Stöð 2. Aukna rafleiðni í Múlakvísl, sem mældist í síðustu viku, telur hann merki um flæði jarðhitavatns. Há leiðni mælist nánast á hverju ári og það þýði leka úr jarðhitasvæðum í jöklinum. „En auðvitað verðum við að fylgjast vel með og vita hvað er að gerast á hverjum tíma.” Magnús Tumi telur raunar að dregið hafi úr líkum á Kötlugosi. „Ég tel minni líkur á Kötlugosi á næstunni heldur en ég taldi fyrir 2-3 árum.”Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð2/Ragnar DagurÞegar prófessorinn er spurður hvaða eldstöð á Íslandi teljist líklegust til að gjósa næst er svarið: Hekla. „Ef Hekla ætlar að halda áfram þeim takti sem hún hefur haft síðan 1947, eða 1970, þá má búast við að komi gos þar á næstu misserum. En það er nú bara þannig að ef við förum aftur fyrir 1947 þá tók hún 50 til 100 ára hlé alltaf á milli gosa. Það má vel vera að hún sé stokkin í þann haminn aftur. En ég myndi nú samt segja að Hekla er svona sá staður sem líklegastur er.”
Tengdar fréttir Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu. 8. janúar 2014 12:53 Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26. mars 2013 11:50 Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26. mars 2013 11:22 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu. 8. janúar 2014 12:53
Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26. mars 2013 11:50
Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26. mars 2013 11:22