Katla að róast, Hekla líklegri Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2014 18:45 Líkur á Kötlugosi eru nú taldar minni en var fyrir tveimur árum og hefur dregið úr óróa í eldstöðinni. Annað gildir hins vegar um Heklu og segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor að hún sé núna líklegasta eldfjallið til að gjósa á næstu misserum. Margir héldu að gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 myndi ræsa Kötlu í gang. Hlaupið sem kom niður Mýrdalssand sumarið 2011 og skolaði burt brúnni yfir Múlakvísl var bara til að styrkja trú manna um að stutt væri í Kötlugos en þá mynduðust djúpir sigkatlar yfir eldstöðinni. En hún hefur hins vegar ekkert bært á sér að ráði síðasta árið. „Katla er nú í meginatriðum frekar róleg, miðað við það sem hún er búin að vera undanfarin ár,” segir Magnús Tumi í viðtali á Stöð 2. Aukna rafleiðni í Múlakvísl, sem mældist í síðustu viku, telur hann merki um flæði jarðhitavatns. Há leiðni mælist nánast á hverju ári og það þýði leka úr jarðhitasvæðum í jöklinum. „En auðvitað verðum við að fylgjast vel með og vita hvað er að gerast á hverjum tíma.” Magnús Tumi telur raunar að dregið hafi úr líkum á Kötlugosi. „Ég tel minni líkur á Kötlugosi á næstunni heldur en ég taldi fyrir 2-3 árum.”Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð2/Ragnar DagurÞegar prófessorinn er spurður hvaða eldstöð á Íslandi teljist líklegust til að gjósa næst er svarið: Hekla. „Ef Hekla ætlar að halda áfram þeim takti sem hún hefur haft síðan 1947, eða 1970, þá má búast við að komi gos þar á næstu misserum. En það er nú bara þannig að ef við förum aftur fyrir 1947 þá tók hún 50 til 100 ára hlé alltaf á milli gosa. Það má vel vera að hún sé stokkin í þann haminn aftur. En ég myndi nú samt segja að Hekla er svona sá staður sem líklegastur er.” Tengdar fréttir Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu. 8. janúar 2014 12:53 Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26. mars 2013 11:50 Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26. mars 2013 11:22 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Líkur á Kötlugosi eru nú taldar minni en var fyrir tveimur árum og hefur dregið úr óróa í eldstöðinni. Annað gildir hins vegar um Heklu og segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor að hún sé núna líklegasta eldfjallið til að gjósa á næstu misserum. Margir héldu að gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 myndi ræsa Kötlu í gang. Hlaupið sem kom niður Mýrdalssand sumarið 2011 og skolaði burt brúnni yfir Múlakvísl var bara til að styrkja trú manna um að stutt væri í Kötlugos en þá mynduðust djúpir sigkatlar yfir eldstöðinni. En hún hefur hins vegar ekkert bært á sér að ráði síðasta árið. „Katla er nú í meginatriðum frekar róleg, miðað við það sem hún er búin að vera undanfarin ár,” segir Magnús Tumi í viðtali á Stöð 2. Aukna rafleiðni í Múlakvísl, sem mældist í síðustu viku, telur hann merki um flæði jarðhitavatns. Há leiðni mælist nánast á hverju ári og það þýði leka úr jarðhitasvæðum í jöklinum. „En auðvitað verðum við að fylgjast vel með og vita hvað er að gerast á hverjum tíma.” Magnús Tumi telur raunar að dregið hafi úr líkum á Kötlugosi. „Ég tel minni líkur á Kötlugosi á næstunni heldur en ég taldi fyrir 2-3 árum.”Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð2/Ragnar DagurÞegar prófessorinn er spurður hvaða eldstöð á Íslandi teljist líklegust til að gjósa næst er svarið: Hekla. „Ef Hekla ætlar að halda áfram þeim takti sem hún hefur haft síðan 1947, eða 1970, þá má búast við að komi gos þar á næstu misserum. En það er nú bara þannig að ef við förum aftur fyrir 1947 þá tók hún 50 til 100 ára hlé alltaf á milli gosa. Það má vel vera að hún sé stokkin í þann haminn aftur. En ég myndi nú samt segja að Hekla er svona sá staður sem líklegastur er.”
Tengdar fréttir Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu. 8. janúar 2014 12:53 Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26. mars 2013 11:50 Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26. mars 2013 11:22 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu. 8. janúar 2014 12:53
Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26. mars 2013 11:50
Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26. mars 2013 11:22