Mikil reiði ríkjandi meðal flugfreyja Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2014 15:12 Sigríður Ása segir miklum verkefnum hafa verið bætt á flugfreyjur en launin hafa staðið í stað lengi. Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir talsverða reiði ríkjandi meðal sinna félagsmanna. Þar hafa laun ekkert hækkað lengi og flugfreyjur tóku á sig talsvert meiri vinnu eftir hrun án þess að til kæmi kjarabót á móti. Fækkað var í hópi þeirra í áhöfn úr fimm í fjóra og verkefnum hefur verið bætt á þær til dæmis þegar frídagar eru. „Framleiðnin okkar jókst en launin okkar breyttust ekkert. Þeir hafa hægt og rólega verið að bæta á okkur vinnu um borð. Fjórar manneskjur komast bara yfir visst mikið,“ segir Sigríður Ása. Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað til yfirvinnubanns og vinnustöðvunar meðal félagsmanna sinna sem starfa hjá Icelandair. Vinnustöðvun hefur verið boðuð 27. maí milli kl. 06:00 og 24:00. Það er fyrsta vinnustöðvunin en svo taka sambærilega aðgerðir við koll af kolli, ef ekki semst: 6. júní frá kl. 06:00 til kl. 06:00 þann 7. júní, 12. júní frá kl. 06:00 til kl. 06:00 þann 14. júní og ótímabundin vinnustöðvun frá kl. 06:00 þann 19. júní. Aðgerðirnar voru samþykkar með afgerandi meirihluta félagsmanna. Á kjörskrá voru 498. Atkvæði greiddu 287 eða 57,6 prósent. Já sögðu 276 eða 96,2 prósent. Nei sögðu 11 eða 3.8 prósent. Samningsnefnd félagsins er nú á samningsfundi að sögn Sigríðar. Hún segir fullan samningsvilja fyrir hendi af hálfu félagsins, enda það að boða til aðgerða sem þessara ekki nokkuð sem neinn leiki sér að, en því sé ekki fyrir að fara meðal viðsemjenda þeirra. „Samningsviljinn er afskaplega lítill. Jújú, fólk er óánægt og reitt. Og óánægja í hópnum.“ Sigríður Ása gerir ráð fyrir því að komi til vinnustöðvunar þá verði ekki flogið. Flugfreyjur hafa ekki farið í verkfall síðan 1995. „Þá voru einhverjir yfirmenn sem fóru og mönnuðu tvær vélar, fóru á eitthvað skyndinámskeið,“ segir Sigríður. En þeir entust ekki lengi í því. Flugmenn hafa sýnt sig í að vera einkar harðir í samningum. Þeir hafa nú samið en talað er um að sá samningur sé aðeins vopnahlé og gildir hann til 30. september. Sigríður Ása vill ekki tjá sig um samning flugmanna né heldur hvernig þeir hafa háð sína kjarabaráttu.Þorsteinn Víglundsson segir starfsmannaveltu nánast enga hjá Icelandair sem bendir til þess að þar sé fólk ánægt.Uppfært kl. 16:00Síðast hætti flugfreyja árið 2009Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekki rétt að flugfreyjur hafi lítið sem ekkert hækkað í launum. Hann vísar til sameiginlegrar skýrslu sem SA, ASÍ og opinberu stéttarfélögin öll stóðu að þar sem tekin er saman launaþróun á almennum vinnumarkaði, og opinberum reyndar einnig. Skýrslan tekur til tímabilsins 2006 til 2013 með að telja. „Þar kemur fram að almennt hefur launaþróun flestra hópa verið mjög áþekk; hækkun í kringum 50 prósent. Í samantekt SA um launaþróun hjá flugstéttum á sama tímabili kemur í ljós að þær skera sig nokkuð úr; flugfreyjur hafa hækkuðu um rúmlega 70 prósent á þessu tímabili,“ segir Þorsteinn. Framkvæmdastjóri SA bendir jafnframt á að árlega sæki 14 hundruð manns um hundrað lausar stöður hjá Icelandair. „Starfsmannavelta er nær engin þannig að fólk er þarna greinilega ánægt í starfi. Starfsaldur er hár og fólk hættir ekki þegar það er komið með fastráðningu, þá ef undan er skilið að fólk fari á eftirlaun eða slíkt. Síðast þegar einhver hætti, fastráðinn flugliði, sem var með fastráðningu, var árið 2009. Sem bendir til þess að fólk sé afar sátt við kjör sín.“ Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir talsverða reiði ríkjandi meðal sinna félagsmanna. Þar hafa laun ekkert hækkað lengi og flugfreyjur tóku á sig talsvert meiri vinnu eftir hrun án þess að til kæmi kjarabót á móti. Fækkað var í hópi þeirra í áhöfn úr fimm í fjóra og verkefnum hefur verið bætt á þær til dæmis þegar frídagar eru. „Framleiðnin okkar jókst en launin okkar breyttust ekkert. Þeir hafa hægt og rólega verið að bæta á okkur vinnu um borð. Fjórar manneskjur komast bara yfir visst mikið,“ segir Sigríður Ása. Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað til yfirvinnubanns og vinnustöðvunar meðal félagsmanna sinna sem starfa hjá Icelandair. Vinnustöðvun hefur verið boðuð 27. maí milli kl. 06:00 og 24:00. Það er fyrsta vinnustöðvunin en svo taka sambærilega aðgerðir við koll af kolli, ef ekki semst: 6. júní frá kl. 06:00 til kl. 06:00 þann 7. júní, 12. júní frá kl. 06:00 til kl. 06:00 þann 14. júní og ótímabundin vinnustöðvun frá kl. 06:00 þann 19. júní. Aðgerðirnar voru samþykkar með afgerandi meirihluta félagsmanna. Á kjörskrá voru 498. Atkvæði greiddu 287 eða 57,6 prósent. Já sögðu 276 eða 96,2 prósent. Nei sögðu 11 eða 3.8 prósent. Samningsnefnd félagsins er nú á samningsfundi að sögn Sigríðar. Hún segir fullan samningsvilja fyrir hendi af hálfu félagsins, enda það að boða til aðgerða sem þessara ekki nokkuð sem neinn leiki sér að, en því sé ekki fyrir að fara meðal viðsemjenda þeirra. „Samningsviljinn er afskaplega lítill. Jújú, fólk er óánægt og reitt. Og óánægja í hópnum.“ Sigríður Ása gerir ráð fyrir því að komi til vinnustöðvunar þá verði ekki flogið. Flugfreyjur hafa ekki farið í verkfall síðan 1995. „Þá voru einhverjir yfirmenn sem fóru og mönnuðu tvær vélar, fóru á eitthvað skyndinámskeið,“ segir Sigríður. En þeir entust ekki lengi í því. Flugmenn hafa sýnt sig í að vera einkar harðir í samningum. Þeir hafa nú samið en talað er um að sá samningur sé aðeins vopnahlé og gildir hann til 30. september. Sigríður Ása vill ekki tjá sig um samning flugmanna né heldur hvernig þeir hafa háð sína kjarabaráttu.Þorsteinn Víglundsson segir starfsmannaveltu nánast enga hjá Icelandair sem bendir til þess að þar sé fólk ánægt.Uppfært kl. 16:00Síðast hætti flugfreyja árið 2009Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekki rétt að flugfreyjur hafi lítið sem ekkert hækkað í launum. Hann vísar til sameiginlegrar skýrslu sem SA, ASÍ og opinberu stéttarfélögin öll stóðu að þar sem tekin er saman launaþróun á almennum vinnumarkaði, og opinberum reyndar einnig. Skýrslan tekur til tímabilsins 2006 til 2013 með að telja. „Þar kemur fram að almennt hefur launaþróun flestra hópa verið mjög áþekk; hækkun í kringum 50 prósent. Í samantekt SA um launaþróun hjá flugstéttum á sama tímabili kemur í ljós að þær skera sig nokkuð úr; flugfreyjur hafa hækkuðu um rúmlega 70 prósent á þessu tímabili,“ segir Þorsteinn. Framkvæmdastjóri SA bendir jafnframt á að árlega sæki 14 hundruð manns um hundrað lausar stöður hjá Icelandair. „Starfsmannavelta er nær engin þannig að fólk er þarna greinilega ánægt í starfi. Starfsaldur er hár og fólk hættir ekki þegar það er komið með fastráðningu, þá ef undan er skilið að fólk fari á eftirlaun eða slíkt. Síðast þegar einhver hætti, fastráðinn flugliði, sem var með fastráðningu, var árið 2009. Sem bendir til þess að fólk sé afar sátt við kjör sín.“
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira