Biðla til barþjóna að gefa flugfarþegum minna að drekka Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júní 2014 10:16 Vél Turkish Airlines Visir/AFP Alþjóðleg samtök flugfélaga, IATA, ræddu á ársfundi sínum um vandamál sem kunna að skapast vegna of drukkinna flugfarþega sem oft valda miklum usla á ferðalögum sínum. Vilja margir forráðamenn flugfélaga meina að flugdólgarnir séu ofurölvi áður en þeir stíga til borðs og því skuli vandamálið skrifast á bari flugstöðvanna en ekki á vínveitingar í vélunum. Frá þessu greinir vefsíðan Túristi.is Samtökin beina því þeim tilmælum til starfsmanna á veitingastöðum í brottfararsölum flughafna að hætta að afgreiða drukkna viðskiptavini. Segir ritari samtakanna að þetta sé gert til að auka öryggi farþega og áhafna. Alls er talið að um átta þúsund farþegar hafi valdið vandræðum með hegðun sinni í flugferðum í fyrra sem að miklu leyti megi rekja til ölvunar. Borist hefur í tal í Noregi að setja þá á svartan lista sem gerst hafa sekir um dólgslæti í flugi og þannig meina þeim að kaupa fleiri ferðir. Hið tyrkneska Turkish airlines hefur einnig töluverðar áhyggjur af þróuninni og hafa forsvarsmenn flugfélagsins íhugað að hætta að veita vín á ferðum þess til Rússlands sökum ítrekaðra afskipta af drukknum rússneskum ólátabelgjum. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af flugdólgum en þess er skemmst að minnast þegar þurfti að binda niður mann í flugi Icelandair til New York í janúar í fyrra. Sá hafði slegið til flugfarþega og hrækt á starfsfólk vélarinnar. Kostnaðurinn við flugdólga hleypur á milljörðum króna árlega hjá flugfélögum heimsins. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Alþjóðleg samtök flugfélaga, IATA, ræddu á ársfundi sínum um vandamál sem kunna að skapast vegna of drukkinna flugfarþega sem oft valda miklum usla á ferðalögum sínum. Vilja margir forráðamenn flugfélaga meina að flugdólgarnir séu ofurölvi áður en þeir stíga til borðs og því skuli vandamálið skrifast á bari flugstöðvanna en ekki á vínveitingar í vélunum. Frá þessu greinir vefsíðan Túristi.is Samtökin beina því þeim tilmælum til starfsmanna á veitingastöðum í brottfararsölum flughafna að hætta að afgreiða drukkna viðskiptavini. Segir ritari samtakanna að þetta sé gert til að auka öryggi farþega og áhafna. Alls er talið að um átta þúsund farþegar hafi valdið vandræðum með hegðun sinni í flugferðum í fyrra sem að miklu leyti megi rekja til ölvunar. Borist hefur í tal í Noregi að setja þá á svartan lista sem gerst hafa sekir um dólgslæti í flugi og þannig meina þeim að kaupa fleiri ferðir. Hið tyrkneska Turkish airlines hefur einnig töluverðar áhyggjur af þróuninni og hafa forsvarsmenn flugfélagsins íhugað að hætta að veita vín á ferðum þess til Rússlands sökum ítrekaðra afskipta af drukknum rússneskum ólátabelgjum. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af flugdólgum en þess er skemmst að minnast þegar þurfti að binda niður mann í flugi Icelandair til New York í janúar í fyrra. Sá hafði slegið til flugfarþega og hrækt á starfsfólk vélarinnar. Kostnaðurinn við flugdólga hleypur á milljörðum króna árlega hjá flugfélögum heimsins.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira