Erlent

Hundruð fanga ganga lausir

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Friðargæsluliðar við störf á Haiti.
Friðargæsluliðar við störf á Haiti. Vísir/AFP
Meira en þrjú hundruð fangar sluppu út úr fangelsi á Haítí á sunnudag, þegar árás var gerð á það. Svo virðist sem árásin hafi verið gerð til þess að hjálpa syni auðkýfings að flýja.

Vitni segja að um 15 vopnaðir menn á tveimur bifreiðum hafi ekið upp að fangelsinu og tekið að skjóta á fangaverðina. Tveir þeirra særðust.

Lögreglan hóf þegar í stað leit að föngunum, en óttast er að sumum þeirra hafi fljótlega tekist að komast úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×