Erlent

Setja skilyrði fyrir rússneskum hjálpargögnum

Atli Ísleifsson skrifar
300 vörubílar fullir af hjálpargögnum eru nú á leið frá Moskvu og til Úkraínu.
300 vörubílar fullir af hjálpargögnum eru nú á leið frá Moskvu og til Úkraínu. Vísir/AFP
Yfirvöld í Úkraínu hafa sett skilyrði fyrir því að hjálpargögn berist inn í austurhluta landsins frá Rússlandi. Um þrjú hundruð vörubílar með um tvö þúsund tonn af matvælum og lyfjum er nú á leið frá Moskvu til Úkraínu.

Talsmaður öryggisráðs Úkraínu sagði gögnin þurfa að fara inn um landamærastöð á valdi Úkraínustjórnar, en rússneskir aðskilnaðarsinnar ráða yfir svæðum í austurhluta landsins.

Anders Fogh Rasmussen, aðalframkvæmdastjóri NATO, lýsti í gær yfir áhyggjum af því að Rússar kynnu að hefja innrás í Úkraínu undir yfirskini neyðaraðstoðar.

Í frétt BBC segir að 1.500 manns hafi fallið í átökum í austurhluta Úkraínu frá því að stjórnarherinn hóf sókn gegn aðskilnaðarsinnum á bandi Rússlandsstjórnar. Átökin hafa jafnframt leitt til þess að fleiri hundruð þúsund hafa þurft að flýja heimili sín og hafa margir haldið yfir landamærin og til Rússlands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×