Enski boltinn

Mourinho: Er með hóp sem getur gert góða hluti næstu tíu árin

Tómas þór Þórðarson skrifar
José Mourinho er klár í slaginn fyrir helgina og komandi leiktíð.
José Mourinho er klár í slaginn fyrir helgina og komandi leiktíð. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist vera með hóp sem getur gert góða hluti næsta áratuginn.

Portúgalinn reif upp veskið í sumar og keypti stjörnur á borð við CescFábregas frá Barcelona og Atlético-mennina DiegoCosta og Filipe Luis.

Þá fékk hann einnig Didider Drogba eftur til liðsins og segist vera með hóp sem getur slegist um stærstu titlana næstu árin.

„Við erum með hópinn sem við vildum hafa. Hann er ekki fullkominn og ekki bestur. Það er enginn knattspyrnustjóri sem segist vera með fullkominn leikmannahóp sem þarf ekki að bæta sig í neinum stöðum,“ segir Mourinho.

„Við erum samt mjög ánægðir með leikmannahópinn. Þetta er hópur framtíðarinnar. Hann mun vera góður á næstu leiktíð og hefur mikla möguleika næstu fimm til tíu árin því það eru svo margir ungir leikmenn í hópnum,“ segir José Mourinho.

Chelsea hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á mánudagsleik gegn nýliðum Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×