Erlent

Morðvopnið mögulega fundið í Færeyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Morð eru afar fátíð í Færeyjum.
Morð eru afar fátíð í Færeyjum. Vísir/Bruno Morandi
Lögregla í Færeyjum hefur mögulega fundið morðvopnið sem notað í morði á 36 ára gömlum manni á Suðurey. Lögregla fann hníf í húsi í Hvalba á norðurhluta Suðureyjar sem hún telur að kunni að hafa verið morðvopnið.

Jón Klein Olsen, talsmaður lögreglu, segir þó að rannsaka þurfi hnífinn enn frekar. „Við getum ekki sagt það fyrir víst hvort hnífurinn hafi verið notaður við morðið á manninum. Það munu tæknimenn úrskurða um,“ segir Olsen í samtali við Kringvarp.

Hinn 36 ára Hjalmar Holm fannst látinn síðasta laugardag eftir að hafa fengið þrjú stungusár í hálsinn. 23 ára karlmaður var svo fyrr í vikunni úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa verið valdur að dauða Holm.

Morð í Færeyjum eru ekki tíð, en árið 2011 fannst maður látinn fyrir utan þinghúsið þar sem hann var með hníf í bringunni. Var það fyrsta morðmálið sem lögregla í Færeyjum hafði þurft að rannsaka síðan ungur maður skauð kærustu sína í reiðikasti á Suðurey árið 1988.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×