Fullorðnir mega tjalda í fylgd með fullorðnum Stefán Ó. Jónsson og Sveinn Arnarsson skrifar 21. júlí 2014 21:00 Frá Mærudögum VÍSIR/ÖRLYGUR Ákvörðun forráðamanna Mærudaga á Húsavík um að einstaklingum yngri en 21 árs verði vísað frá tjaldstæðinu í bænum hefur vakið mikið umtal eftir að tilkynning þess efnis var birt á Facebook-síðu hátíðarinnar í gær. Allir þeir sem ekki hafa náð 21 árs aldri eða eru á 21. aldursári mega því ekki tjalda á hátíðinni nema í fylgd með forráðamönnum en alls verða þrjú tjaldstæði í boði á Mærudögum; „Ungmennatjaldsvæði“ fyrir 21 til 30 ára, og svo tvö „fjölskyldutjaldstæði“ fyrir 30 ára og eldri.Einar Gíslason, einn skipuleggjanda Mærudaga á Húsavík telur aldurstakmarkið eiga sér eðlilegar skýringar. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við takmörkum aðgengi að tjaldsvæðinu og setjum 21 árs aldurstakmark. Fyrir það fyrsta hefur umgengni á tjaldsvæðinu síðustu árin verið stórlega ábótavant, og sérstaklega á unglingatjaldstæðinu sem við vorum með. Þessi umgengni unga fólksins var afar slæm og varpaði skugga á bæjarhátíðina.“ Einnig segir Einar að skreytingar bæjarbúa hafi verið eyðilagðar. „Það er til siðs að bæjarbúar skreyti götur og garða á Mærudögum og Húsavík lítur oft á tíðum glæsilega út. Síðan hefur það gerst ítrekað að skreytingarnar hafa verið eyðilagðar eða hluta af þeim stolið. Þetta hefur sérstaklega gerst á milli tjaldsvæðisins og svæðisisns þar sem skemmtanir fara fram.“ Einar telur fréttaumfjöllun um mikla ölvun unglinga síðustu ár hafa haft mikil áhrif á þessa ákvörðun að setja aldurstakmark á tjaldsvæðið. „Fréttir hafa varpað skugga á annars rólega og skemmtilega bæjarhátíð okkar Húsvíkinga. Mikil ölvun hefur fylgt þessu unga fólki og hún hefur sett svip sinn á hátíðina. Við tókum þessa ákvörðun að gefinni reynslu síðustu þriggja ára. Ölvun og hávaði hafa mikið truflað hátíðargesti eftir miðnætti, föstudags og laugardagskvöld. Við höfum einnig reynslu annars staðar frá, þar sem aldurstakmörk hafa gert góðan árangur líkt og á írskum dögum á Akranesi svo dæmi sé tekið.“ Áhyggjurnar af þessu hafa komið fram á íbúafundum þar sem menn hafa viljað stemma stigu við unglingadrykkju í bænum. Miklar óspektir hafa verið viðloðandi tjaldsvæðinu og því var það ákvörðun Húsavíkurstofu, sem rekur tjaldsvæðið að hækka aldurstakmarkið. Facebook-færslu Mærudaga má sjá hér að neðan. Post by Mærudagar Húsavík. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Ákvörðun forráðamanna Mærudaga á Húsavík um að einstaklingum yngri en 21 árs verði vísað frá tjaldstæðinu í bænum hefur vakið mikið umtal eftir að tilkynning þess efnis var birt á Facebook-síðu hátíðarinnar í gær. Allir þeir sem ekki hafa náð 21 árs aldri eða eru á 21. aldursári mega því ekki tjalda á hátíðinni nema í fylgd með forráðamönnum en alls verða þrjú tjaldstæði í boði á Mærudögum; „Ungmennatjaldsvæði“ fyrir 21 til 30 ára, og svo tvö „fjölskyldutjaldstæði“ fyrir 30 ára og eldri.Einar Gíslason, einn skipuleggjanda Mærudaga á Húsavík telur aldurstakmarkið eiga sér eðlilegar skýringar. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við takmörkum aðgengi að tjaldsvæðinu og setjum 21 árs aldurstakmark. Fyrir það fyrsta hefur umgengni á tjaldsvæðinu síðustu árin verið stórlega ábótavant, og sérstaklega á unglingatjaldstæðinu sem við vorum með. Þessi umgengni unga fólksins var afar slæm og varpaði skugga á bæjarhátíðina.“ Einnig segir Einar að skreytingar bæjarbúa hafi verið eyðilagðar. „Það er til siðs að bæjarbúar skreyti götur og garða á Mærudögum og Húsavík lítur oft á tíðum glæsilega út. Síðan hefur það gerst ítrekað að skreytingarnar hafa verið eyðilagðar eða hluta af þeim stolið. Þetta hefur sérstaklega gerst á milli tjaldsvæðisins og svæðisisns þar sem skemmtanir fara fram.“ Einar telur fréttaumfjöllun um mikla ölvun unglinga síðustu ár hafa haft mikil áhrif á þessa ákvörðun að setja aldurstakmark á tjaldsvæðið. „Fréttir hafa varpað skugga á annars rólega og skemmtilega bæjarhátíð okkar Húsvíkinga. Mikil ölvun hefur fylgt þessu unga fólki og hún hefur sett svip sinn á hátíðina. Við tókum þessa ákvörðun að gefinni reynslu síðustu þriggja ára. Ölvun og hávaði hafa mikið truflað hátíðargesti eftir miðnætti, föstudags og laugardagskvöld. Við höfum einnig reynslu annars staðar frá, þar sem aldurstakmörk hafa gert góðan árangur líkt og á írskum dögum á Akranesi svo dæmi sé tekið.“ Áhyggjurnar af þessu hafa komið fram á íbúafundum þar sem menn hafa viljað stemma stigu við unglingadrykkju í bænum. Miklar óspektir hafa verið viðloðandi tjaldsvæðinu og því var það ákvörðun Húsavíkurstofu, sem rekur tjaldsvæðið að hækka aldurstakmarkið. Facebook-færslu Mærudaga má sjá hér að neðan. Post by Mærudagar Húsavík.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira