Fullorðnir mega tjalda í fylgd með fullorðnum Stefán Ó. Jónsson og Sveinn Arnarsson skrifar 21. júlí 2014 21:00 Frá Mærudögum VÍSIR/ÖRLYGUR Ákvörðun forráðamanna Mærudaga á Húsavík um að einstaklingum yngri en 21 árs verði vísað frá tjaldstæðinu í bænum hefur vakið mikið umtal eftir að tilkynning þess efnis var birt á Facebook-síðu hátíðarinnar í gær. Allir þeir sem ekki hafa náð 21 árs aldri eða eru á 21. aldursári mega því ekki tjalda á hátíðinni nema í fylgd með forráðamönnum en alls verða þrjú tjaldstæði í boði á Mærudögum; „Ungmennatjaldsvæði“ fyrir 21 til 30 ára, og svo tvö „fjölskyldutjaldstæði“ fyrir 30 ára og eldri.Einar Gíslason, einn skipuleggjanda Mærudaga á Húsavík telur aldurstakmarkið eiga sér eðlilegar skýringar. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við takmörkum aðgengi að tjaldsvæðinu og setjum 21 árs aldurstakmark. Fyrir það fyrsta hefur umgengni á tjaldsvæðinu síðustu árin verið stórlega ábótavant, og sérstaklega á unglingatjaldstæðinu sem við vorum með. Þessi umgengni unga fólksins var afar slæm og varpaði skugga á bæjarhátíðina.“ Einnig segir Einar að skreytingar bæjarbúa hafi verið eyðilagðar. „Það er til siðs að bæjarbúar skreyti götur og garða á Mærudögum og Húsavík lítur oft á tíðum glæsilega út. Síðan hefur það gerst ítrekað að skreytingarnar hafa verið eyðilagðar eða hluta af þeim stolið. Þetta hefur sérstaklega gerst á milli tjaldsvæðisins og svæðisisns þar sem skemmtanir fara fram.“ Einar telur fréttaumfjöllun um mikla ölvun unglinga síðustu ár hafa haft mikil áhrif á þessa ákvörðun að setja aldurstakmark á tjaldsvæðið. „Fréttir hafa varpað skugga á annars rólega og skemmtilega bæjarhátíð okkar Húsvíkinga. Mikil ölvun hefur fylgt þessu unga fólki og hún hefur sett svip sinn á hátíðina. Við tókum þessa ákvörðun að gefinni reynslu síðustu þriggja ára. Ölvun og hávaði hafa mikið truflað hátíðargesti eftir miðnætti, föstudags og laugardagskvöld. Við höfum einnig reynslu annars staðar frá, þar sem aldurstakmörk hafa gert góðan árangur líkt og á írskum dögum á Akranesi svo dæmi sé tekið.“ Áhyggjurnar af þessu hafa komið fram á íbúafundum þar sem menn hafa viljað stemma stigu við unglingadrykkju í bænum. Miklar óspektir hafa verið viðloðandi tjaldsvæðinu og því var það ákvörðun Húsavíkurstofu, sem rekur tjaldsvæðið að hækka aldurstakmarkið. Facebook-færslu Mærudaga má sjá hér að neðan. Post by Mærudagar Húsavík. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ákvörðun forráðamanna Mærudaga á Húsavík um að einstaklingum yngri en 21 árs verði vísað frá tjaldstæðinu í bænum hefur vakið mikið umtal eftir að tilkynning þess efnis var birt á Facebook-síðu hátíðarinnar í gær. Allir þeir sem ekki hafa náð 21 árs aldri eða eru á 21. aldursári mega því ekki tjalda á hátíðinni nema í fylgd með forráðamönnum en alls verða þrjú tjaldstæði í boði á Mærudögum; „Ungmennatjaldsvæði“ fyrir 21 til 30 ára, og svo tvö „fjölskyldutjaldstæði“ fyrir 30 ára og eldri.Einar Gíslason, einn skipuleggjanda Mærudaga á Húsavík telur aldurstakmarkið eiga sér eðlilegar skýringar. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við takmörkum aðgengi að tjaldsvæðinu og setjum 21 árs aldurstakmark. Fyrir það fyrsta hefur umgengni á tjaldsvæðinu síðustu árin verið stórlega ábótavant, og sérstaklega á unglingatjaldstæðinu sem við vorum með. Þessi umgengni unga fólksins var afar slæm og varpaði skugga á bæjarhátíðina.“ Einnig segir Einar að skreytingar bæjarbúa hafi verið eyðilagðar. „Það er til siðs að bæjarbúar skreyti götur og garða á Mærudögum og Húsavík lítur oft á tíðum glæsilega út. Síðan hefur það gerst ítrekað að skreytingarnar hafa verið eyðilagðar eða hluta af þeim stolið. Þetta hefur sérstaklega gerst á milli tjaldsvæðisins og svæðisisns þar sem skemmtanir fara fram.“ Einar telur fréttaumfjöllun um mikla ölvun unglinga síðustu ár hafa haft mikil áhrif á þessa ákvörðun að setja aldurstakmark á tjaldsvæðið. „Fréttir hafa varpað skugga á annars rólega og skemmtilega bæjarhátíð okkar Húsvíkinga. Mikil ölvun hefur fylgt þessu unga fólki og hún hefur sett svip sinn á hátíðina. Við tókum þessa ákvörðun að gefinni reynslu síðustu þriggja ára. Ölvun og hávaði hafa mikið truflað hátíðargesti eftir miðnætti, föstudags og laugardagskvöld. Við höfum einnig reynslu annars staðar frá, þar sem aldurstakmörk hafa gert góðan árangur líkt og á írskum dögum á Akranesi svo dæmi sé tekið.“ Áhyggjurnar af þessu hafa komið fram á íbúafundum þar sem menn hafa viljað stemma stigu við unglingadrykkju í bænum. Miklar óspektir hafa verið viðloðandi tjaldsvæðinu og því var það ákvörðun Húsavíkurstofu, sem rekur tjaldsvæðið að hækka aldurstakmarkið. Facebook-færslu Mærudaga má sjá hér að neðan. Post by Mærudagar Húsavík.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira