Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2014 11:40 VISIR/AFP Mikill viðbúnaður er í Peking, höfuðborg Kína, einkum við Torg hins himneska friðar, en þess er minnst í dag að aldarfjórðungur er liðinn frá því herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Atburðurinn vakti heimsathygli og talið er að þúsundir mótmælenda hafi látið lífið þegar herinn hleypti af skotum inn í mannfjöldann sem taldi um 100.000 manns. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna á torginu, erlendum blaðamönnum vísað frá og þeir sem átt hafa leið um torgið krafnir um skilríki og á þeim leitað.Tugir aðgerðasinna, 66 samkvæmt tölum frá Amnesty International, hafa verið hnepptir í varðhald, settir í stofufangelsi eða yfirheyrðir af kínversku lögreglunni á undanförnum vikum fyrir viðleitni sína til að minnast þeirra föllnu. Torgið hefur nokkrum sinnum verið rýmt en það er yfirleitt fullt af ferðamönnum flesta daga ársins. Þá hefur verið hert á ritskoðun á netinu og hægt á hraða þess. Vefsíðum sem minnast atburðanna fyrir aldarfjórðungi hefur verið lokað og á liðnum árum hefur markvisst verið unnið í því að afmá atburðina úr sagnaminni Kínverja. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda harkalega í aðdraganda tímamótanna. „Aðdragandinn að 25 ára minningardegi atburðanna á Torgi hins himneska friðar var mikilvæg prófraun fyrir Xi Jinping, forseta Kína og yfirlýsingar hans um opnara samfélag. En Xi kaus kúgun fram yfir umbætur“, segir Salil Shetty framkvæmdastjóri Amnesty International með annars og bætir við að ljóst sé að krafa mótmælendanna fyrir aldarfjórðungi síðan eigi jafnvel við í dag og þá.Unnur hefur farið 33 sinnum með hópa Íslendinga til Kína.Fáir Kínverjar þekkja til atburðanna Unnur Guðjónsdóttir var á Torgi hins himneska árið 1991, tveimur árum eftir mótmæli námsmannanna. Í samtali við Vísi segir hún að kínversk stjórnvöld hafi fylgst grannt með þeim sem lögðu leið sína um torgið á þeim árum og séð hafi verið til þess að mótmælanna yrði ekki minnst með neinum hætti. „Það var eiginlega svolítið fyndið,“ segir Unnur, „að allt umhvefis torgið voru óeinkennisklæddir lögreglumenn sem þóttust vera að gróðursetja blóm. Þeir hefðu sprottið fram ef einhverjum hefði dottið í hug að minnast á atburðina tveimur árum áður“. Unnur fer sem fararstjóri með hóp Íslendinga til Kína á morgun og er fyrirhugað að koma við í Peking undir lok ferðarinnar. Fyrsti áfangastaður ferðalanganna er í Sjanghæ en Unnur segir að Kínverjar, jafnvel í stórborgum eins og Sjanghæ, séu lítið meðvitaðir um atburðina fyrir 25 árum síðan. „Ætli það sé ekki bara fólkið í nálægð við Peking og torgið sem yfirhöfuð man eftir atburðunum,“ segir Unnur. „Það er svo gífurleg ritskoðun í Kína, upplýsingar berast ekki langt og er Kína í raun mörg lokuð svæði útaf fyrir sig“. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt opinberlega þau mannréttindabrot sem áttu sér stað á Torgi hins himneska friðar fyrir aldarfjórðungi síðar og krefjast mannréttindasamtök þess að slíkt verði gert. Að mati Amnesty International er einnig nauðsynlegt að fram fari óháð rannsókn á atburðunum og að þeir dregnir til ábyrgðar sem brutu á mannréttinum kínversku námsmannanna sem mótmæltu daginn örlagaríka fyrir aldarfjórðungi síðan. Stöðva þurfi árásir og ofsóknir gegn þeim sem vilja minnast mótmælanna árið 1989 eða ræða þau opinberlega, og þeim sem vilja almennt nýta sér tjáningar- og félagafrelsi í Kína. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Mikill viðbúnaður er í Peking, höfuðborg Kína, einkum við Torg hins himneska friðar, en þess er minnst í dag að aldarfjórðungur er liðinn frá því herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Atburðurinn vakti heimsathygli og talið er að þúsundir mótmælenda hafi látið lífið þegar herinn hleypti af skotum inn í mannfjöldann sem taldi um 100.000 manns. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna á torginu, erlendum blaðamönnum vísað frá og þeir sem átt hafa leið um torgið krafnir um skilríki og á þeim leitað.Tugir aðgerðasinna, 66 samkvæmt tölum frá Amnesty International, hafa verið hnepptir í varðhald, settir í stofufangelsi eða yfirheyrðir af kínversku lögreglunni á undanförnum vikum fyrir viðleitni sína til að minnast þeirra föllnu. Torgið hefur nokkrum sinnum verið rýmt en það er yfirleitt fullt af ferðamönnum flesta daga ársins. Þá hefur verið hert á ritskoðun á netinu og hægt á hraða þess. Vefsíðum sem minnast atburðanna fyrir aldarfjórðungi hefur verið lokað og á liðnum árum hefur markvisst verið unnið í því að afmá atburðina úr sagnaminni Kínverja. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda harkalega í aðdraganda tímamótanna. „Aðdragandinn að 25 ára minningardegi atburðanna á Torgi hins himneska friðar var mikilvæg prófraun fyrir Xi Jinping, forseta Kína og yfirlýsingar hans um opnara samfélag. En Xi kaus kúgun fram yfir umbætur“, segir Salil Shetty framkvæmdastjóri Amnesty International með annars og bætir við að ljóst sé að krafa mótmælendanna fyrir aldarfjórðungi síðan eigi jafnvel við í dag og þá.Unnur hefur farið 33 sinnum með hópa Íslendinga til Kína.Fáir Kínverjar þekkja til atburðanna Unnur Guðjónsdóttir var á Torgi hins himneska árið 1991, tveimur árum eftir mótmæli námsmannanna. Í samtali við Vísi segir hún að kínversk stjórnvöld hafi fylgst grannt með þeim sem lögðu leið sína um torgið á þeim árum og séð hafi verið til þess að mótmælanna yrði ekki minnst með neinum hætti. „Það var eiginlega svolítið fyndið,“ segir Unnur, „að allt umhvefis torgið voru óeinkennisklæddir lögreglumenn sem þóttust vera að gróðursetja blóm. Þeir hefðu sprottið fram ef einhverjum hefði dottið í hug að minnast á atburðina tveimur árum áður“. Unnur fer sem fararstjóri með hóp Íslendinga til Kína á morgun og er fyrirhugað að koma við í Peking undir lok ferðarinnar. Fyrsti áfangastaður ferðalanganna er í Sjanghæ en Unnur segir að Kínverjar, jafnvel í stórborgum eins og Sjanghæ, séu lítið meðvitaðir um atburðina fyrir 25 árum síðan. „Ætli það sé ekki bara fólkið í nálægð við Peking og torgið sem yfirhöfuð man eftir atburðunum,“ segir Unnur. „Það er svo gífurleg ritskoðun í Kína, upplýsingar berast ekki langt og er Kína í raun mörg lokuð svæði útaf fyrir sig“. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt opinberlega þau mannréttindabrot sem áttu sér stað á Torgi hins himneska friðar fyrir aldarfjórðungi síðar og krefjast mannréttindasamtök þess að slíkt verði gert. Að mati Amnesty International er einnig nauðsynlegt að fram fari óháð rannsókn á atburðunum og að þeir dregnir til ábyrgðar sem brutu á mannréttinum kínversku námsmannanna sem mótmæltu daginn örlagaríka fyrir aldarfjórðungi síðan. Stöðva þurfi árásir og ofsóknir gegn þeim sem vilja minnast mótmælanna árið 1989 eða ræða þau opinberlega, og þeim sem vilja almennt nýta sér tjáningar- og félagafrelsi í Kína.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira