Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2014 11:40 VISIR/AFP Mikill viðbúnaður er í Peking, höfuðborg Kína, einkum við Torg hins himneska friðar, en þess er minnst í dag að aldarfjórðungur er liðinn frá því herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Atburðurinn vakti heimsathygli og talið er að þúsundir mótmælenda hafi látið lífið þegar herinn hleypti af skotum inn í mannfjöldann sem taldi um 100.000 manns. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna á torginu, erlendum blaðamönnum vísað frá og þeir sem átt hafa leið um torgið krafnir um skilríki og á þeim leitað.Tugir aðgerðasinna, 66 samkvæmt tölum frá Amnesty International, hafa verið hnepptir í varðhald, settir í stofufangelsi eða yfirheyrðir af kínversku lögreglunni á undanförnum vikum fyrir viðleitni sína til að minnast þeirra föllnu. Torgið hefur nokkrum sinnum verið rýmt en það er yfirleitt fullt af ferðamönnum flesta daga ársins. Þá hefur verið hert á ritskoðun á netinu og hægt á hraða þess. Vefsíðum sem minnast atburðanna fyrir aldarfjórðungi hefur verið lokað og á liðnum árum hefur markvisst verið unnið í því að afmá atburðina úr sagnaminni Kínverja. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda harkalega í aðdraganda tímamótanna. „Aðdragandinn að 25 ára minningardegi atburðanna á Torgi hins himneska friðar var mikilvæg prófraun fyrir Xi Jinping, forseta Kína og yfirlýsingar hans um opnara samfélag. En Xi kaus kúgun fram yfir umbætur“, segir Salil Shetty framkvæmdastjóri Amnesty International með annars og bætir við að ljóst sé að krafa mótmælendanna fyrir aldarfjórðungi síðan eigi jafnvel við í dag og þá.Unnur hefur farið 33 sinnum með hópa Íslendinga til Kína.Fáir Kínverjar þekkja til atburðanna Unnur Guðjónsdóttir var á Torgi hins himneska árið 1991, tveimur árum eftir mótmæli námsmannanna. Í samtali við Vísi segir hún að kínversk stjórnvöld hafi fylgst grannt með þeim sem lögðu leið sína um torgið á þeim árum og séð hafi verið til þess að mótmælanna yrði ekki minnst með neinum hætti. „Það var eiginlega svolítið fyndið,“ segir Unnur, „að allt umhvefis torgið voru óeinkennisklæddir lögreglumenn sem þóttust vera að gróðursetja blóm. Þeir hefðu sprottið fram ef einhverjum hefði dottið í hug að minnast á atburðina tveimur árum áður“. Unnur fer sem fararstjóri með hóp Íslendinga til Kína á morgun og er fyrirhugað að koma við í Peking undir lok ferðarinnar. Fyrsti áfangastaður ferðalanganna er í Sjanghæ en Unnur segir að Kínverjar, jafnvel í stórborgum eins og Sjanghæ, séu lítið meðvitaðir um atburðina fyrir 25 árum síðan. „Ætli það sé ekki bara fólkið í nálægð við Peking og torgið sem yfirhöfuð man eftir atburðunum,“ segir Unnur. „Það er svo gífurleg ritskoðun í Kína, upplýsingar berast ekki langt og er Kína í raun mörg lokuð svæði útaf fyrir sig“. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt opinberlega þau mannréttindabrot sem áttu sér stað á Torgi hins himneska friðar fyrir aldarfjórðungi síðar og krefjast mannréttindasamtök þess að slíkt verði gert. Að mati Amnesty International er einnig nauðsynlegt að fram fari óháð rannsókn á atburðunum og að þeir dregnir til ábyrgðar sem brutu á mannréttinum kínversku námsmannanna sem mótmæltu daginn örlagaríka fyrir aldarfjórðungi síðan. Stöðva þurfi árásir og ofsóknir gegn þeim sem vilja minnast mótmælanna árið 1989 eða ræða þau opinberlega, og þeim sem vilja almennt nýta sér tjáningar- og félagafrelsi í Kína. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Mikill viðbúnaður er í Peking, höfuðborg Kína, einkum við Torg hins himneska friðar, en þess er minnst í dag að aldarfjórðungur er liðinn frá því herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Atburðurinn vakti heimsathygli og talið er að þúsundir mótmælenda hafi látið lífið þegar herinn hleypti af skotum inn í mannfjöldann sem taldi um 100.000 manns. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna á torginu, erlendum blaðamönnum vísað frá og þeir sem átt hafa leið um torgið krafnir um skilríki og á þeim leitað.Tugir aðgerðasinna, 66 samkvæmt tölum frá Amnesty International, hafa verið hnepptir í varðhald, settir í stofufangelsi eða yfirheyrðir af kínversku lögreglunni á undanförnum vikum fyrir viðleitni sína til að minnast þeirra föllnu. Torgið hefur nokkrum sinnum verið rýmt en það er yfirleitt fullt af ferðamönnum flesta daga ársins. Þá hefur verið hert á ritskoðun á netinu og hægt á hraða þess. Vefsíðum sem minnast atburðanna fyrir aldarfjórðungi hefur verið lokað og á liðnum árum hefur markvisst verið unnið í því að afmá atburðina úr sagnaminni Kínverja. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda harkalega í aðdraganda tímamótanna. „Aðdragandinn að 25 ára minningardegi atburðanna á Torgi hins himneska friðar var mikilvæg prófraun fyrir Xi Jinping, forseta Kína og yfirlýsingar hans um opnara samfélag. En Xi kaus kúgun fram yfir umbætur“, segir Salil Shetty framkvæmdastjóri Amnesty International með annars og bætir við að ljóst sé að krafa mótmælendanna fyrir aldarfjórðungi síðan eigi jafnvel við í dag og þá.Unnur hefur farið 33 sinnum með hópa Íslendinga til Kína.Fáir Kínverjar þekkja til atburðanna Unnur Guðjónsdóttir var á Torgi hins himneska árið 1991, tveimur árum eftir mótmæli námsmannanna. Í samtali við Vísi segir hún að kínversk stjórnvöld hafi fylgst grannt með þeim sem lögðu leið sína um torgið á þeim árum og séð hafi verið til þess að mótmælanna yrði ekki minnst með neinum hætti. „Það var eiginlega svolítið fyndið,“ segir Unnur, „að allt umhvefis torgið voru óeinkennisklæddir lögreglumenn sem þóttust vera að gróðursetja blóm. Þeir hefðu sprottið fram ef einhverjum hefði dottið í hug að minnast á atburðina tveimur árum áður“. Unnur fer sem fararstjóri með hóp Íslendinga til Kína á morgun og er fyrirhugað að koma við í Peking undir lok ferðarinnar. Fyrsti áfangastaður ferðalanganna er í Sjanghæ en Unnur segir að Kínverjar, jafnvel í stórborgum eins og Sjanghæ, séu lítið meðvitaðir um atburðina fyrir 25 árum síðan. „Ætli það sé ekki bara fólkið í nálægð við Peking og torgið sem yfirhöfuð man eftir atburðunum,“ segir Unnur. „Það er svo gífurleg ritskoðun í Kína, upplýsingar berast ekki langt og er Kína í raun mörg lokuð svæði útaf fyrir sig“. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt opinberlega þau mannréttindabrot sem áttu sér stað á Torgi hins himneska friðar fyrir aldarfjórðungi síðar og krefjast mannréttindasamtök þess að slíkt verði gert. Að mati Amnesty International er einnig nauðsynlegt að fram fari óháð rannsókn á atburðunum og að þeir dregnir til ábyrgðar sem brutu á mannréttinum kínversku námsmannanna sem mótmæltu daginn örlagaríka fyrir aldarfjórðungi síðan. Stöðva þurfi árásir og ofsóknir gegn þeim sem vilja minnast mótmælanna árið 1989 eða ræða þau opinberlega, og þeim sem vilja almennt nýta sér tjáningar- og félagafrelsi í Kína.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira