Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2014 11:40 VISIR/AFP Mikill viðbúnaður er í Peking, höfuðborg Kína, einkum við Torg hins himneska friðar, en þess er minnst í dag að aldarfjórðungur er liðinn frá því herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Atburðurinn vakti heimsathygli og talið er að þúsundir mótmælenda hafi látið lífið þegar herinn hleypti af skotum inn í mannfjöldann sem taldi um 100.000 manns. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna á torginu, erlendum blaðamönnum vísað frá og þeir sem átt hafa leið um torgið krafnir um skilríki og á þeim leitað.Tugir aðgerðasinna, 66 samkvæmt tölum frá Amnesty International, hafa verið hnepptir í varðhald, settir í stofufangelsi eða yfirheyrðir af kínversku lögreglunni á undanförnum vikum fyrir viðleitni sína til að minnast þeirra föllnu. Torgið hefur nokkrum sinnum verið rýmt en það er yfirleitt fullt af ferðamönnum flesta daga ársins. Þá hefur verið hert á ritskoðun á netinu og hægt á hraða þess. Vefsíðum sem minnast atburðanna fyrir aldarfjórðungi hefur verið lokað og á liðnum árum hefur markvisst verið unnið í því að afmá atburðina úr sagnaminni Kínverja. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda harkalega í aðdraganda tímamótanna. „Aðdragandinn að 25 ára minningardegi atburðanna á Torgi hins himneska friðar var mikilvæg prófraun fyrir Xi Jinping, forseta Kína og yfirlýsingar hans um opnara samfélag. En Xi kaus kúgun fram yfir umbætur“, segir Salil Shetty framkvæmdastjóri Amnesty International með annars og bætir við að ljóst sé að krafa mótmælendanna fyrir aldarfjórðungi síðan eigi jafnvel við í dag og þá.Unnur hefur farið 33 sinnum með hópa Íslendinga til Kína.Fáir Kínverjar þekkja til atburðanna Unnur Guðjónsdóttir var á Torgi hins himneska árið 1991, tveimur árum eftir mótmæli námsmannanna. Í samtali við Vísi segir hún að kínversk stjórnvöld hafi fylgst grannt með þeim sem lögðu leið sína um torgið á þeim árum og séð hafi verið til þess að mótmælanna yrði ekki minnst með neinum hætti. „Það var eiginlega svolítið fyndið,“ segir Unnur, „að allt umhvefis torgið voru óeinkennisklæddir lögreglumenn sem þóttust vera að gróðursetja blóm. Þeir hefðu sprottið fram ef einhverjum hefði dottið í hug að minnast á atburðina tveimur árum áður“. Unnur fer sem fararstjóri með hóp Íslendinga til Kína á morgun og er fyrirhugað að koma við í Peking undir lok ferðarinnar. Fyrsti áfangastaður ferðalanganna er í Sjanghæ en Unnur segir að Kínverjar, jafnvel í stórborgum eins og Sjanghæ, séu lítið meðvitaðir um atburðina fyrir 25 árum síðan. „Ætli það sé ekki bara fólkið í nálægð við Peking og torgið sem yfirhöfuð man eftir atburðunum,“ segir Unnur. „Það er svo gífurleg ritskoðun í Kína, upplýsingar berast ekki langt og er Kína í raun mörg lokuð svæði útaf fyrir sig“. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt opinberlega þau mannréttindabrot sem áttu sér stað á Torgi hins himneska friðar fyrir aldarfjórðungi síðar og krefjast mannréttindasamtök þess að slíkt verði gert. Að mati Amnesty International er einnig nauðsynlegt að fram fari óháð rannsókn á atburðunum og að þeir dregnir til ábyrgðar sem brutu á mannréttinum kínversku námsmannanna sem mótmæltu daginn örlagaríka fyrir aldarfjórðungi síðan. Stöðva þurfi árásir og ofsóknir gegn þeim sem vilja minnast mótmælanna árið 1989 eða ræða þau opinberlega, og þeim sem vilja almennt nýta sér tjáningar- og félagafrelsi í Kína. Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Mikill viðbúnaður er í Peking, höfuðborg Kína, einkum við Torg hins himneska friðar, en þess er minnst í dag að aldarfjórðungur er liðinn frá því herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Atburðurinn vakti heimsathygli og talið er að þúsundir mótmælenda hafi látið lífið þegar herinn hleypti af skotum inn í mannfjöldann sem taldi um 100.000 manns. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna á torginu, erlendum blaðamönnum vísað frá og þeir sem átt hafa leið um torgið krafnir um skilríki og á þeim leitað.Tugir aðgerðasinna, 66 samkvæmt tölum frá Amnesty International, hafa verið hnepptir í varðhald, settir í stofufangelsi eða yfirheyrðir af kínversku lögreglunni á undanförnum vikum fyrir viðleitni sína til að minnast þeirra föllnu. Torgið hefur nokkrum sinnum verið rýmt en það er yfirleitt fullt af ferðamönnum flesta daga ársins. Þá hefur verið hert á ritskoðun á netinu og hægt á hraða þess. Vefsíðum sem minnast atburðanna fyrir aldarfjórðungi hefur verið lokað og á liðnum árum hefur markvisst verið unnið í því að afmá atburðina úr sagnaminni Kínverja. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda harkalega í aðdraganda tímamótanna. „Aðdragandinn að 25 ára minningardegi atburðanna á Torgi hins himneska friðar var mikilvæg prófraun fyrir Xi Jinping, forseta Kína og yfirlýsingar hans um opnara samfélag. En Xi kaus kúgun fram yfir umbætur“, segir Salil Shetty framkvæmdastjóri Amnesty International með annars og bætir við að ljóst sé að krafa mótmælendanna fyrir aldarfjórðungi síðan eigi jafnvel við í dag og þá.Unnur hefur farið 33 sinnum með hópa Íslendinga til Kína.Fáir Kínverjar þekkja til atburðanna Unnur Guðjónsdóttir var á Torgi hins himneska árið 1991, tveimur árum eftir mótmæli námsmannanna. Í samtali við Vísi segir hún að kínversk stjórnvöld hafi fylgst grannt með þeim sem lögðu leið sína um torgið á þeim árum og séð hafi verið til þess að mótmælanna yrði ekki minnst með neinum hætti. „Það var eiginlega svolítið fyndið,“ segir Unnur, „að allt umhvefis torgið voru óeinkennisklæddir lögreglumenn sem þóttust vera að gróðursetja blóm. Þeir hefðu sprottið fram ef einhverjum hefði dottið í hug að minnast á atburðina tveimur árum áður“. Unnur fer sem fararstjóri með hóp Íslendinga til Kína á morgun og er fyrirhugað að koma við í Peking undir lok ferðarinnar. Fyrsti áfangastaður ferðalanganna er í Sjanghæ en Unnur segir að Kínverjar, jafnvel í stórborgum eins og Sjanghæ, séu lítið meðvitaðir um atburðina fyrir 25 árum síðan. „Ætli það sé ekki bara fólkið í nálægð við Peking og torgið sem yfirhöfuð man eftir atburðunum,“ segir Unnur. „Það er svo gífurleg ritskoðun í Kína, upplýsingar berast ekki langt og er Kína í raun mörg lokuð svæði útaf fyrir sig“. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt opinberlega þau mannréttindabrot sem áttu sér stað á Torgi hins himneska friðar fyrir aldarfjórðungi síðar og krefjast mannréttindasamtök þess að slíkt verði gert. Að mati Amnesty International er einnig nauðsynlegt að fram fari óháð rannsókn á atburðunum og að þeir dregnir til ábyrgðar sem brutu á mannréttinum kínversku námsmannanna sem mótmæltu daginn örlagaríka fyrir aldarfjórðungi síðan. Stöðva þurfi árásir og ofsóknir gegn þeim sem vilja minnast mótmælanna árið 1989 eða ræða þau opinberlega, og þeim sem vilja almennt nýta sér tjáningar- og félagafrelsi í Kína.
Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira