Erlent

Assad forseti Sýrlands í þriðja sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFp
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands var kjörinn í sitt þriðja kjörtímabil sem forseti á dögunum. Assad fékk 88,7 prósent greiddra atkvæða, en kjörsókn er sögð hafa verið 73,47 prósent.

Eingöngu var þó kosið í þeim hlutum landsins sem yfirvöld hafa stjórn á. Ekki var kosið í norðurhluta Sýrlands, sem og austurhluta, þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Tugir þúsunda hafa fallið í þriggja ára borgarastyrjöld í Sýrlandi og milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Þetta var í fyrsta sinn sem þar sem fleiri en einn einstaklingur, fyrir utan fjölskyldumeðlimi Assad, fá að bjóða sig fram til forseta. Andstæðingar Assad, þeir Hassan al-Nouri og Maher Hajjar, fengu 4,2 og 3,2 prósent.

Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa gert lítið úr kosningunum og segja þær vera farsa. Kosningar í miðri borgarastyrjöld, séu ekki marktækar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×