Erlent

Grunaður um að hafa komið fyrir sprengju í Svíþjóð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Karlmaður sem grunaður er um að hafa skilið eftir sprengiefni í Liljeholmens í suðurhluta Stokkhólms á miðvikudag var í dag handtekinn af sænsku lögreglunni. Sprengjan fannst í poka á kaffihúsi í verslunarmiðstöð á miðvikudagskvöld.  Talið er að sprengjuna hafi átt að nýta í hryðjuverkaárás í Stokkhólmi en þar hefur töluverður viðbúnaður verið vegna sprengjuhótana sem borist hafa að undanförnu.

Á vef Expressen kemur fram að rannsókn á DNA sýni sem fannst á kaffibolla á kaffihúsinu hafi leitt lögreglu á þessar slóðir. Maðurinn er 43 ára þriggja barna faðir en þjóðerni hans hefur ekki verið gefið upp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×