Erlent

Pör á Facebook fara í taugarnar á fólki

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hamingjusöm pör fara í taugarnar á fólki samkvæmt þessari nýju rannsókn
Hamingjusöm pör fara í taugarnar á fólki samkvæmt þessari nýju rannsókn
Þeir sem eru duglegastir við að lýsa yfir ást sinni á þeim sem þeir eru í sambandi  með á Facebook fara mest í taugarnar á öðrum sem nota samfélagsmiðilinn. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru á vefnum Science of Relationships.

Þar kemur fram að þeir sem fjalla mikið um í hversu góðu sambandi þeir eru fari mikið í taugarnar á öðrum.

Rannsóknin fór þannig fram að hundrað manna hópur var beðinn um að lýsa skoðun sinni á mismunandi Facebook-síðum sem voru búnar til sérstaklega fyrir rannsóknina. Facebook-síðurnar sýndu persónur sem rannsakendur höfðu búið til; persónurnar voru með ólíka hjúskaparstöðu og þeir sem voru í sambandi voru misjafnlega ánægðir. Í ljós kom að persónurnar sem áttu að vera hamingjusamastar og fjölluðu mest um samböndin sín fóru mest í taugarnar á álitsgjöfunum.

Álitsgjafarnir töldu samt sem áður að þeir sem skrifuðu mest um samböndin sín væru í bestu samböndunum og væru hamingjusamir.

„Þegar það kemur að samböndum á Facebook, ganga sumir of langt. Það getur verið of mikið af því góða,“ segir sálfræðingurinn Benjamin Le í samtali við fréttastofu Yahoo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×