Erlent

Vaknaði í líkgeymslu á útfararstofu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ekki leið langur tími frá því að konan var flutt á útfararstofuna þar til fjölskylda hennar fékk símtal.
Ekki leið langur tími frá því að konan var flutt á útfararstofuna þar til fjölskylda hennar fékk símtal. Vísir / Getty Images
92 ára gömul kona sem úrskurðuð hafði verið látin og send á útfararstofu vaknaði um ellefu klukkutímum síðar í kaldri líkgeymslu. Atvikið átti sér stað á fimmtudag í síðustu viku í Pólandi. Konan er við góða heilsu heima hjá sér í dag. Greint er frá málinu á vef CNN.



Læknirinn sem úrskurðaði konuna látna segir í samtali við pólska systurstöð CNN að hann hafi ekki fundið neinn púls hjá konunni. „Ég gáði líka að hjartslætti og andardrætti,“ segir hann. „Hún sýndi öll hefðbundin merki þess að vera látin.“



Strax í kjölfarið af því að læknirinn hafði úrskurðað konuna látna var hún send á útfararstofu. Ekki leið á löngu áður en fjölskyldu konunnar barst símtal þaðan.



Yfirvöld í Pólandi vinna nú að því að rannsaka hvernig atvikið gat átt sér stað. „Við erum að rannsaka hvort að læknirinn hafi stofnað lífi konunnar í hættu þar sem konan var flutt á útfararstofu þar sem hún var geymd í kaldri geymslu,“ er haft eftir Beata Syk-Jankowska, talskonu saksóknaraembættisins í Lublin, í frétt pólsku fréttastofunnar TVN um málið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×