Rúnar Páll: Kemur í ljós hvernig leikurinn þróast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2014 06:30 Stjörnumenn hafa haft ástæðu til að fagna í sumar. vísir/Daníel Klukkan 21:00 í kvöld verður flautað til leiks í leik Stjörnunnar og Inter frá Mílanó í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Gengi Stjörnunnar í Evrópudeildinni í sumar hefur verið lyginni líkast, en Garðabæjarliðið hefur nú þegar slegið út þrjá andstæðinga; Bangor City frá Wales, Motherwell frá Skotlandi og pólska liðið Lech Poznan. Í kvöld er hins vegar komið að stærstu prófrauninni, átjánföldum Ítalíumeisturum Inter. Verkefnið er ærið, en þrátt fyrir það er þjálfari Stjörnunnar, Rúnar Páll Sigmundsson, hvergi banginn: „Stemningin í okkar röðum er mjög góð og við hlökkum mikið til,“ sagði Rúnar í samtali við Fréttablaðið eftir æfingu Stjörnumanna á Laugardalsvelli í gær. Hann segir það hafa gengið vel að halda spennustiginu niðri hjá sínum mönnum: „Spennustigið er ágætt, en það kemur betur í ljós á morgun – hvernig við byrjum leikinn og hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Rúna. Hann og aðstoðarmenn hans hafa eytt drjúgum tíma í að skoða leiki Inter á myndbandi, en ítalska liðið hefur leikið fimm æfingaleiki í sumar, m.a. gegn Real Madrid og Manchester United. Þrátt fyrir að Inter sé með gríðarlega vel mannað lið og sé mun sigurstranglegri aðilinn í kvöld sér Rúnar sóknarfæri gegn ítalska stórveldinu. „Við höfum greint Inter-liðið eftir okkar bestu getu og svo verður að koma í ljós hvernig þeir stilla liðinu upp og annað slíkt. Þeir hafa spilað með tígulmiðju og færa liðið mikið yfir þar sem boltinn er. Það skapast því pláss hinum megin á vellinum og það er gríðarlega mikilvægt að við náum að skipta boltanum á milli kanta,“ sagði Rúnar að lokum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30 Jóhann Laxdal: Silfurskeiðin verður alveg vitlaus Stjarnan tekur á móti stórliði Inter á Laugardalsvelli á morgun, en þetta er fyrri leikur liðanna um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 15:32 Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síðustu leiktíð en liðin mætast annað kvöld. 19. ágúst 2014 07:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Klukkan 21:00 í kvöld verður flautað til leiks í leik Stjörnunnar og Inter frá Mílanó í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Gengi Stjörnunnar í Evrópudeildinni í sumar hefur verið lyginni líkast, en Garðabæjarliðið hefur nú þegar slegið út þrjá andstæðinga; Bangor City frá Wales, Motherwell frá Skotlandi og pólska liðið Lech Poznan. Í kvöld er hins vegar komið að stærstu prófrauninni, átjánföldum Ítalíumeisturum Inter. Verkefnið er ærið, en þrátt fyrir það er þjálfari Stjörnunnar, Rúnar Páll Sigmundsson, hvergi banginn: „Stemningin í okkar röðum er mjög góð og við hlökkum mikið til,“ sagði Rúnar í samtali við Fréttablaðið eftir æfingu Stjörnumanna á Laugardalsvelli í gær. Hann segir það hafa gengið vel að halda spennustiginu niðri hjá sínum mönnum: „Spennustigið er ágætt, en það kemur betur í ljós á morgun – hvernig við byrjum leikinn og hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Rúna. Hann og aðstoðarmenn hans hafa eytt drjúgum tíma í að skoða leiki Inter á myndbandi, en ítalska liðið hefur leikið fimm æfingaleiki í sumar, m.a. gegn Real Madrid og Manchester United. Þrátt fyrir að Inter sé með gríðarlega vel mannað lið og sé mun sigurstranglegri aðilinn í kvöld sér Rúnar sóknarfæri gegn ítalska stórveldinu. „Við höfum greint Inter-liðið eftir okkar bestu getu og svo verður að koma í ljós hvernig þeir stilla liðinu upp og annað slíkt. Þeir hafa spilað með tígulmiðju og færa liðið mikið yfir þar sem boltinn er. Það skapast því pláss hinum megin á vellinum og það er gríðarlega mikilvægt að við náum að skipta boltanum á milli kanta,“ sagði Rúnar að lokum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30 Jóhann Laxdal: Silfurskeiðin verður alveg vitlaus Stjarnan tekur á móti stórliði Inter á Laugardalsvelli á morgun, en þetta er fyrri leikur liðanna um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 15:32 Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síðustu leiktíð en liðin mætast annað kvöld. 19. ágúst 2014 07:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30
Jóhann Laxdal: Silfurskeiðin verður alveg vitlaus Stjarnan tekur á móti stórliði Inter á Laugardalsvelli á morgun, en þetta er fyrri leikur liðanna um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 15:32
Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síðustu leiktíð en liðin mætast annað kvöld. 19. ágúst 2014 07:30