Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Bjarki Ármannsson skrifar 22. febrúar 2014 08:00 Ríkisstjórnarflokkarnir héldu báðir þingfundi í gær vegna tillögunnar. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu báðir að styðja tillöguna á þingflokksfundum í gær.Best fari á því að umsóknin verði dregin til bakaÍ tillögu Gunnars Braga er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að draga umsókn Íslands til baka og að ekki sé sótt um aðild að sambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild. Tillagan var lögð fram í gær og verður rædd á þingi í upphafi næstu viku. Í athugasemdum með tillögunni segir meðal annars að síðasta ríkisstjórn hafi „hvorki haft bakland né raunverulegan vilja til að klára ferlið með aðild að Evrópusambandinu.“ Þá gefi núverandi staða Íslands, sem er ennþá formlega í stöðu umsóknarríkis í aðildarferli, til kynna „með vissum hætti“ að Ísland sé enn í aðildarferli „sem ekki er raunin.“ „Að öllu þessu virtu,“ segir í tillögunni, „telur ríkisstjórnin nauðsynlegt að ekki ríki neinn vafi um það hver sé staða aðildarumsóknarinnar eða hver staða Íslands sé í því sambandi og að best fari á því, í ljósi stefnu ríkisstjórnarflokkanna og með hliðsjón af skýrslu Hagfræðistofnunar, að aðildarumsóknin verði dregin til baka.“ Í tillögunni er einnig talað fyrir því að treysta samskipti og samvinnu við ESB og einstök Evrópuríki þar sem EES-samningurinn sé burðarás. Í tenglsum við það verði hagsmunagæsla til að auka áhrif Íslands við mótun ákvarðana á grundvelli EES efld og vinna að því marki verði nú sett í forgang.Skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokks „Niðurstaðan var einróma samþykkt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um ályktun fundarins. Sömuleiðis var afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins fylgjandi tillögunni að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins. Þó hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir andstöðu sinni við að draga umsókn Íslands til baka. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður er einn þeirra en hún er í stjórn Félags sjálfstæðra Evrópusinna. „Ég hefði kosið að niðurstaðan væri á annan veg,“ segir Ragnheiður. „En þingflokkur ákveður með þessum hætti að draga umsóknina til baka og ég er í þingliði Sjálfstæðisflokksins.“ Hún segist tilheyra hópi innan Sjálfstæðisflokksins sem vill klára viðræður við Evrópusambandið, en sá hópur sé í minnihluta. Hún kveðst ekki geta fullyrt hvort flokkurinn klofni vegna málsins. „Ég er enginn spámaður þannig að ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ragnheiður. „Ég mun ekki ganga úr Sjálfstæðisflokknum þó ég sé ekki sömu skoðunar í þessu máli og meirihlutinn.“Brynjar Níelsson er annar þingmaður sjálfstæðismanna sem segist telja rétt að klára viðræðurnar úr því sem komið er. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ Hann telur þó litlar líkur á að fólk innan flokksins kljúfi sig frá honum vegna málsins. „Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu,“ segir Brynjar. „Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk. Þeir geta ekki farið neitt annað.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu báðir að styðja tillöguna á þingflokksfundum í gær.Best fari á því að umsóknin verði dregin til bakaÍ tillögu Gunnars Braga er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að draga umsókn Íslands til baka og að ekki sé sótt um aðild að sambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild. Tillagan var lögð fram í gær og verður rædd á þingi í upphafi næstu viku. Í athugasemdum með tillögunni segir meðal annars að síðasta ríkisstjórn hafi „hvorki haft bakland né raunverulegan vilja til að klára ferlið með aðild að Evrópusambandinu.“ Þá gefi núverandi staða Íslands, sem er ennþá formlega í stöðu umsóknarríkis í aðildarferli, til kynna „með vissum hætti“ að Ísland sé enn í aðildarferli „sem ekki er raunin.“ „Að öllu þessu virtu,“ segir í tillögunni, „telur ríkisstjórnin nauðsynlegt að ekki ríki neinn vafi um það hver sé staða aðildarumsóknarinnar eða hver staða Íslands sé í því sambandi og að best fari á því, í ljósi stefnu ríkisstjórnarflokkanna og með hliðsjón af skýrslu Hagfræðistofnunar, að aðildarumsóknin verði dregin til baka.“ Í tillögunni er einnig talað fyrir því að treysta samskipti og samvinnu við ESB og einstök Evrópuríki þar sem EES-samningurinn sé burðarás. Í tenglsum við það verði hagsmunagæsla til að auka áhrif Íslands við mótun ákvarðana á grundvelli EES efld og vinna að því marki verði nú sett í forgang.Skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokks „Niðurstaðan var einróma samþykkt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um ályktun fundarins. Sömuleiðis var afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins fylgjandi tillögunni að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins. Þó hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir andstöðu sinni við að draga umsókn Íslands til baka. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður er einn þeirra en hún er í stjórn Félags sjálfstæðra Evrópusinna. „Ég hefði kosið að niðurstaðan væri á annan veg,“ segir Ragnheiður. „En þingflokkur ákveður með þessum hætti að draga umsóknina til baka og ég er í þingliði Sjálfstæðisflokksins.“ Hún segist tilheyra hópi innan Sjálfstæðisflokksins sem vill klára viðræður við Evrópusambandið, en sá hópur sé í minnihluta. Hún kveðst ekki geta fullyrt hvort flokkurinn klofni vegna málsins. „Ég er enginn spámaður þannig að ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ragnheiður. „Ég mun ekki ganga úr Sjálfstæðisflokknum þó ég sé ekki sömu skoðunar í þessu máli og meirihlutinn.“Brynjar Níelsson er annar þingmaður sjálfstæðismanna sem segist telja rétt að klára viðræðurnar úr því sem komið er. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ Hann telur þó litlar líkur á að fólk innan flokksins kljúfi sig frá honum vegna málsins. „Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu,“ segir Brynjar. „Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk. Þeir geta ekki farið neitt annað.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira