„Svona líta svikarar út“ Jóhannes Stefánsson skrifar 22. febrúar 2014 11:09 Sveinn Andri vandar fjármálaráðherra ekki kveðjurnar Vísir/GVA/Stefán Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og evrópusinni segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera svikara. „Flokkurinn er við það að klofna. Þetta er það heimskulegasta sem formaðurinn gat gert," segir Sveinn Andri Sveinsson í samtali við fréttastofu. Í stöðuuppfærslu á fésbókarsíðu sinni segir Sveinn Andri berum orðum að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sé svikari. „Þetta er maður sem svíkur loforð. Eru þeir ekki svikarar sem svíkja loforð?“ segir Sveinn Andri við fréttastofu Vísis. „Hann er að bregðast kjósendum og þjóðinni. Bæði hann og Sigmundur Davíð,“ segir Sveinn. „Hann lofaði því mjög afdráttarlaust fyrir kosningar að það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðnanna. Það voru engir tvímálar eða fyrirvarar um það. Þetta loforð er svo algjörlega í samræmi við stjórnarsáttmálann,“ bætir Sveinn við.Í stjórnarsáttmálanum segir:„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“Af fésbókarsíðu Sveins AndraSkjáskotStefna flokkanna breytir ekki loforðinu um þjóðaratkvæði Aðspurður hvers vegna það komi honum á óvart að umsóknin hafi verið dregin til baka í ljósi þess að slit á viðræðunum sé yfirlýst stefna bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir Sveinn Andri að stefna flokkanna breyti engu um loforð sem voru gefin fyrir kosningar, sem nú sé verið að svíkja. „Málið er bara það að þessir menn sáu fram á að þjóðin myndi vilja halda viðræðunum áfram. Þeir eru bara hræddir við vilja þjóðarinnar,“ segir Sveinn Andri. Hann telur einnig að ríkisstjórnarflokkarnir séu ósamkvæmir sjálfum sér þegar kemur að viðhorfi þeirra til þjóðaratkvæðagreiðslna. „Það var sjálfsagt í þeirra huga að almenningur fengi að kjósa um Icesave, en þar mátti alveg treysta almenningi til að kjósa. Núna er þetta orðið öðruvísi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjoppustjórinn á Sauðárkróki á núna að hafa djúpt innsæi til að ákveða hvað sé þjóðinni fyrir bestu í þessu máli.“ segir Sveinn Andri.Aðspurður hvort það hafi borist í tal meðal sjálfstæðismanna að segja sig úr flokknum eða stofna nýjan stjórnmálaflokk segir Sveinn Andri: „Ég held að jarðvegurinn hafi aldrei verið eins frjór og núna. Ég hef ekki mikið skap til að vera í flokki sem getur ekki staðið við kosningaloforð,“ segir Sveinn Andri Sveinsson Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03 Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. 21. febrúar 2014 15:49 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og evrópusinni segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera svikara. „Flokkurinn er við það að klofna. Þetta er það heimskulegasta sem formaðurinn gat gert," segir Sveinn Andri Sveinsson í samtali við fréttastofu. Í stöðuuppfærslu á fésbókarsíðu sinni segir Sveinn Andri berum orðum að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sé svikari. „Þetta er maður sem svíkur loforð. Eru þeir ekki svikarar sem svíkja loforð?“ segir Sveinn Andri við fréttastofu Vísis. „Hann er að bregðast kjósendum og þjóðinni. Bæði hann og Sigmundur Davíð,“ segir Sveinn. „Hann lofaði því mjög afdráttarlaust fyrir kosningar að það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðnanna. Það voru engir tvímálar eða fyrirvarar um það. Þetta loforð er svo algjörlega í samræmi við stjórnarsáttmálann,“ bætir Sveinn við.Í stjórnarsáttmálanum segir:„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“Af fésbókarsíðu Sveins AndraSkjáskotStefna flokkanna breytir ekki loforðinu um þjóðaratkvæði Aðspurður hvers vegna það komi honum á óvart að umsóknin hafi verið dregin til baka í ljósi þess að slit á viðræðunum sé yfirlýst stefna bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir Sveinn Andri að stefna flokkanna breyti engu um loforð sem voru gefin fyrir kosningar, sem nú sé verið að svíkja. „Málið er bara það að þessir menn sáu fram á að þjóðin myndi vilja halda viðræðunum áfram. Þeir eru bara hræddir við vilja þjóðarinnar,“ segir Sveinn Andri. Hann telur einnig að ríkisstjórnarflokkarnir séu ósamkvæmir sjálfum sér þegar kemur að viðhorfi þeirra til þjóðaratkvæðagreiðslna. „Það var sjálfsagt í þeirra huga að almenningur fengi að kjósa um Icesave, en þar mátti alveg treysta almenningi til að kjósa. Núna er þetta orðið öðruvísi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjoppustjórinn á Sauðárkróki á núna að hafa djúpt innsæi til að ákveða hvað sé þjóðinni fyrir bestu í þessu máli.“ segir Sveinn Andri.Aðspurður hvort það hafi borist í tal meðal sjálfstæðismanna að segja sig úr flokknum eða stofna nýjan stjórnmálaflokk segir Sveinn Andri: „Ég held að jarðvegurinn hafi aldrei verið eins frjór og núna. Ég hef ekki mikið skap til að vera í flokki sem getur ekki staðið við kosningaloforð,“ segir Sveinn Andri Sveinsson
Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03 Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. 21. febrúar 2014 15:49 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03
Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. 21. febrúar 2014 15:49
Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27