Erlent

Heimsækir Ísrael og Palestínu

Freyr Bjarnason skrifar
Ætlar að hvetja til friðar á milli Ísraela og Palestínumanna í lok mánaðarins.
Ætlar að hvetja til friðar á milli Ísraela og Palestínumanna í lok mánaðarins. Fréttablaðið/AP
Heimsókn Frans páfa til Ísraels og Palestínu 24. til 26. maí verður sú fyrsta síðan hann tók við embætti fyrir rúmu ári síðan. Páfinn ætlar meðal annars að hitta palestínska og sýrlenska flóttamenn og skoða Yad Vashem-minnisvarðann um gyðingana sem voru drepnir í helförinni.

Með heimsókninni vill hann sýna velvild sína í garð réttrúnaðarkirkjunnar sem klauf sig frá kaþólsku kirkjunni í Róm fyrir eitt þúsund árum. Hann mun messa með Bartholomeusi I, patríarka rétttrúnaðarkirkjunnar í Grafarkirkjunni, þar sem Jesús er sagður hafa verið grafinn eftir krossfestinguna. Páfinn vill einnig hvetja til friðar á milli Ísraela og Palestínumanna. Hittir hann forseta beggja landanna í heimsókninni, eða þá Símon Peres, forseta Ísraels og Mamúd Abbas, foresta Palestínu.

Frans mun jafnframt skoða Grátmúrinn, heilagasta stað gyðinga, og messa í Cenacle þar sem talið er að síðasta kvöldmáltíðin hafi verið haldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×