Erlent

Sérfræðingar til Nígeríu í leit að skólastúlkum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Talsmaður nígeríska hersins talar til mótmælenda sem krefjast þess að stúlkunum verði bjargað.
Talsmaður nígeríska hersins talar til mótmælenda sem krefjast þess að stúlkunum verði bjargað. ap
Bandarískir sérfræðingar hafa verið sendir til Nígeríu til þess að aðstoða við leitina að rúmlega 200 skólastúlkum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu á dögunum.

Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að í liðinu séu menn úr hernum, lögreglu og frá fleiri stofnunum. Forsetinn segist vonast til þess að mannránin herði alþjóðasamfélagið í baráttunni gegn samtökunum sem hafa vaðið uppi í Nígeríu síðustu misserin. Á mánudaginn var hótaði leiðtogi samtakanna, Abubakar Shekau því að stúlkurnar yrðu seldar til þrælahaldara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×