Erlent

Tvítóla áttfætt geit fæddist í Króatíu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá geitina áttfættu.
Hér má sjá geitina áttfættu.
Tvítóla áttfætt geit fæddist í Króatíu fyrr í þessari viku. Króatískur bóndi tók á móti geitinni, sem er með bæði karlkyns og kvenkyns æxlunarfæri.

Vísindamenn telja að upphaflega hafi fósturvísarnir verið tveir en annar verið vanþroskaður og þeim slegið saman. Þannig hafi þessir upphaflegu tvíburar orðið að einni geit.

Geitin hefur fengið nafnið „Octogoat“ en móðir hennar er kölluð Sarka. Vísindamenn telja ólíklegt að litla geitin lifi lengi, en setja þó þann fyrirvara á að ef hún lifir af fyrstu vikuna gæti hún þraukað í nokkur ár.

Hér að neðan má sjá myndband af geitinni litlu og bóndanum sem tók á móti henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×