Erlent

Fátækt eykst í Venesúela

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Forseti Venesúela hefur sætt gagnrýni fyrir efnahagsaðgerðir sínar sem hafa stóraukið verðbólgu.
Forseti Venesúela hefur sætt gagnrýni fyrir efnahagsaðgerðir sínar sem hafa stóraukið verðbólgu. Fréttablaðið/AFP
Rúmlega fjögur hundruð þúsund fleiri heimili skilgreinast nú sem fátæk í Venesúela en fyrir einu ári.

Hlutfall þeirra heimila sem búa við örbirgð í landinu hefur hækkað úr 21 prósenti í 27 prósent eða úr 1,4 milljónum manna í 1,8 milljónir, samkvæmt tölfræðistofnun venesúelska ríkisins.

Hækkunin kemur í kjölfar þess að verðbólga í landinu varð 56 prósent. Hún hafði þau áhrif að kaupmáttur neytenda fór þverrandi og fátækt jókst til muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×