Erlent

Mikið mannfall í Donetsk

Vísir/AFP
Að minnsta kosti þrjátíu lík uppreisnarmanna sem féllu í gær og í nótt, í Donetsk héraði í Úkraínu voru í morgun flutt á spítala í nágrenninu eftir harða bardaga aðskilnarðarsinna og úkraínskra hersins. Fregnir herma að stjórnarherinn hafi beitt öflugum herþyrlum og þotum gegn uppreisnarmönnunum að því er AP fréttastofan hefur eftir einum úr þeirra röðum.

Harðasti bardaginn hefur verið um flugvöllinn í höfuðborg Donetsk héraðs, en í borginni býr um ein milljón manna. Bardaginn um flugvöllinn er sá harðasti sem orðið hefur eftir að stjórnarherinn hóf aðgerðir sínar gegn uppreisnarmönnum fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×