Erlent

Ætla að opna rússneska Wikipedia

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Forsetabókasafnið í Moskvu í Rússlandi áætlar að opna rússneska útgáfu af alfræðivefsíðunni Wikipedia til þess að tryggja að borgarar hafi aðgang að „ítarlegri og áreiðanlegri upplýsingum“ um land þeirra.

Wikipedia er alfræðivefsíða sem skrifuð er af netverjum um heim allan. Þar er mikið magn af upplýsingum um Rússland að finna, en yfirmenn bókasafnsins telja síðuna ekki nægilega góða. Telja margir þó að þetta sé nokkurs  konar ritskoðun.  Þá er ekki vitað hvort lokað verði fyrir aðgang að hinni alþjóðlegu Wikipedia síðu þegar sú rússneska verður opnuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×