Erlent

Ráðist á bænahús í Jerúsalem

Óróinn hefur farið vaxandi í Jerúsalem undanfarnar vikur.
Óróinn hefur farið vaxandi í Jerúsalem undanfarnar vikur. Vísir/AFP
Að minnsta kosti fjórir Ísraelsmenn eru látnir og sjö eru slasaðir eftir að hryðjuverkaárás var gerð á bænahús gyðinga í Jerúsalem í gærkvöldi. Tveir palestínumenn vopnaðir öxum og hnífum réðust á fólkið í sýnagógunni og voru þeir báðir felldir af lögreglu.

Guardian hefur eftir talsmanni sjúkraflutninga í Jerúsalem að fimm einstaklingar séu alvarlega slasaðir.

Óróinn hefur farið vaxandi í Jerúsalem undanfarnar vikur eftir að ísraelsk yfirvöld ákváðu að minnka aðganginn að tveimur heilögum stöðum á Musterishæðinni sem hafa mikið trúarlegt gildi fyrir gyðinga og múslíma.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×