Erlent

Fuglaflensa í Hollandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá kjúklingabúinu.
Frá kjúklingabúinu. vísir/afp
Heilbrigðisyfirvöld í Hollandi hafa fyrirskipað að hundrað og fimmtíu þúsund alífuglum á kjúklingabúi í verði slátrað eftir að fuglaflensa kom þar upp.

Veiran fannst í nokkrum fuglum á kjúklingabúi skammt frá Amsterdam á laugardag. Fuglarnir eru hundrað og fimmtíu þúsund talsins og því er talin hætta á að fuglaflensa muni brjótast út þar í landi.

Búið er að banna allan flutning innanlands á fuglakjöti næstu þrjá sólarhringana ásamt því að búið er að banna veiðar á fuglum. Veiran nefnist H1N8 og drepast þeir fuglar sem af henni smitast. Hún er sögð smitast auðveldlega á milli manna en er þeim þó ekki banvæn.

Stutt er síðan veiran fannst á fuglabúi í Þýskalandi en hefur einnig gert vart við sig í nokkrum löndum í Austur-Asíu að undanförnu.

Veiran er ekki sú sama og fannst víða um heim fyrir nokkrum árum síðan. Sú kallast H5N1 og olli miklum ótta á meðal fólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×