Okkar Hiroshima var HM 1950 12. júní 2014 15:00 „Í sögu hverrar þjóðar er að finna meiriháttar stórslys eða áfall, eitthvað eins og Hiroshima,“ sagði brasilíska leikskáldið NelsonRodrigues eitt sinn. „Okkar stórslys, okkar Hiroshima, var tapið gegn Úrúgvæ 1950.“ Rodrigues vísar þarna til taps brasilíska landsliðsins fyrir því úrúgvæska í úrslitaleik HM 1950 á Maracanã, hinum þá nýreista þjóðarleikvangi Brasilíu. Brasilía komst yfir með marki Friaça skömmu eftir leikhlé, en tvö mörk frá JuanSchiaffino og AlcidesGhiggia tryggðu Úrúgvæ óvæntan sigur. Tapið gegn Úrúgvæ – Maracanazo eins það er jafnan kallað – hafði djúpstæð áhrif á brasilísku þjóðarsálina og þrátt fyrir að hafa unnið HM fimm sinum síðan þá, auk annarra titla, er sárið frá 1950 ekki gróið. Brasilía þótti sigurstranglegasta liðið á HM á heimavelli og það voru allir búnir að bóka sigur liðsins. Og ekki að ástæðulausu, því það var svo sannarlega ástæða til bjartsýni. Búið var að semja sérstakt sigurlag, grafa nöfn leikmanna brasilísku leikmannanna á gullmedalíur, um milljón bolir með áletruninni „Heimsmeistarar“ höfðu verið seldir og fyrir leikinn hyllti borgarstjórinn í Ríó de Janeiro sína menn sem heimsmeistara. Brasilía tefldi fram frábæru liði sem hafði unnið S-Ameríkukeppnina árið áður, þar sem liðið skoraði 46 mörk í átta leikjum. Brasilía vann Mexíkó 4-0 í sínum fyrsta leik á HM, gerði síðan 2-2 jafntefli við Sviss og tryggði sér svo sæti í úrslitariðlinum með 2-0 sigri á Júgóslavíu. Þegar þangað var komið héldu liðinu engin bönd. Brasilía, með framherjatríóið frábæra, Zizinho, Jair og Ademir, tætti Svíþjóð og Spán í sig 7-1 og 6-1 og fátt virtist geta stöðvað liðið. En Úrúgvæjar voru engir byrjendur og það gleymist stundum hversu gott lið þeirra var. Markvörðurinn RoqueMáspoli, VíctorRodríguezAndrade (nafni hans og frændi hafði orðið heimsmeistari með Úrúgvæ 1930), framherjarnir Schiaffino og Ghiggia voru allir leikmenn í heimsklassa sem og fyrirliðinn með járnviljann, ObdulioVarela, sem barði kjark í sína menn fyrir úrslitaleikinn og lyfti JulesRimet-styttunni að honum loknum. Úrúgvæ græddi reyndar á fyrirkomulagi mótsins, en liðið þurfti aðeins að leika einn leik, gegn Bólivíu sem vannst 8-0, til að komast í úrslitariðilinn. HM 1950 var annars nokkuð sérstakt mót. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár og í fyrsta sinn eftir seinni heimsstyrjöldina sem HM fór fram og aðeins 13 lið tóku þátt, eftir að Frakkar og Indverjar drógu sig úr leik á síðustu stundu, en samkvæmt einhverjum heimildum neituðu Indverjar að taka vegna þess að þeir máttu ekki spila berfættir. Mörg sterk lið vantaði, ólíkra ástæðna vegna. Argentína var ekki með vegna ósættis við brasilíska knattspyrnusambandið, Austurríki tók ekki þátt og bar fyrir sig mikinn ferðakostnað, Þýskaland var í banni, Sovétríkin, Ungverjaland og Tékkóslóvakía neituðu að taka þátt og skoska knattspyrnusambandið neitaði að senda lið af því að Skotland vann ekki Home Championship (árleg keppni milli liðanna á Bretlandseyjum). England tók hins vegar þátt í fyrsta skipti og var í riðli með Spáni, Síle og Bandaríkjunum. Englendingar unnu Síle í fyrsta leik sínum, en töpuðu svo mjög óvænt fyrir Bandaríkjunum 1-0. Tap fyrir Spáni með sömu markatölu sendi Englendinga heim með skottið á milli lappanna, en Spán áfram í úrslitariðilinn. Ríkjandi heimsmeistarar Ítalíu voru einnig með, aðallega að nafninu til, en kjarninn úr liðinu hafði farist í Superga-flugslysinu árið áður. Ítalir töpuðu sínum fyrsta leik á HM gegn Ólympíumeisturum Svía og voru nánast úr leik eftir það. Sigur á Paragvæ breytti engu þar um. Svíar komust í úrslitariðilinn þar sem liðið tapaði fyrir bæði Brasilíu og Úrúgvæ, en þeir gulu og bláu tryggðu sér þriðja sætið með 3-1 sigri á Spáni. Svíar voru með mjög sterkt lið á mótinu, sem hefði þó verið enn sterkara ef sænska knattspyrnusambandið hefði leyft atvinnumönnum – sem flestir léku á Ítalíu, þar á meðal Gunnar Gren, Gunnar Nordahl og Niels Liedholm – að taka þátt.Glæsilegt fylgirit um HM 2014 fylgdi með Fréttablaðinu í dag, en þessi grein birtist fyrst þar.Stöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Ronaldo og Messi báðir á höttunum eftir gullstyttunni Ronaldo og Messi hafa báðir verið gagnrýndir fyrir að sýna ekki sömu takta með félagsliðum og landsliðum sínum. Það verður mikil pressa á báðum leikmönnum að leiða lið sín að gullstyttunni frægu. 12. júní 2014 12:30 Ýmsar nýjungar á HM í Brasilíu Boðið verður upp á ýmsar nýjungar á HM til að aðstoða dómara leiksins. Spurning er hvernig hinn almenni sófaáhugamaður tekur í breytingarnar sem draga úr vafamálum. 12. júní 2014 14:00 Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn Átján leikir í beinni og HM-messa með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. 12. júní 2014 13:15 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira
„Í sögu hverrar þjóðar er að finna meiriháttar stórslys eða áfall, eitthvað eins og Hiroshima,“ sagði brasilíska leikskáldið NelsonRodrigues eitt sinn. „Okkar stórslys, okkar Hiroshima, var tapið gegn Úrúgvæ 1950.“ Rodrigues vísar þarna til taps brasilíska landsliðsins fyrir því úrúgvæska í úrslitaleik HM 1950 á Maracanã, hinum þá nýreista þjóðarleikvangi Brasilíu. Brasilía komst yfir með marki Friaça skömmu eftir leikhlé, en tvö mörk frá JuanSchiaffino og AlcidesGhiggia tryggðu Úrúgvæ óvæntan sigur. Tapið gegn Úrúgvæ – Maracanazo eins það er jafnan kallað – hafði djúpstæð áhrif á brasilísku þjóðarsálina og þrátt fyrir að hafa unnið HM fimm sinum síðan þá, auk annarra titla, er sárið frá 1950 ekki gróið. Brasilía þótti sigurstranglegasta liðið á HM á heimavelli og það voru allir búnir að bóka sigur liðsins. Og ekki að ástæðulausu, því það var svo sannarlega ástæða til bjartsýni. Búið var að semja sérstakt sigurlag, grafa nöfn leikmanna brasilísku leikmannanna á gullmedalíur, um milljón bolir með áletruninni „Heimsmeistarar“ höfðu verið seldir og fyrir leikinn hyllti borgarstjórinn í Ríó de Janeiro sína menn sem heimsmeistara. Brasilía tefldi fram frábæru liði sem hafði unnið S-Ameríkukeppnina árið áður, þar sem liðið skoraði 46 mörk í átta leikjum. Brasilía vann Mexíkó 4-0 í sínum fyrsta leik á HM, gerði síðan 2-2 jafntefli við Sviss og tryggði sér svo sæti í úrslitariðlinum með 2-0 sigri á Júgóslavíu. Þegar þangað var komið héldu liðinu engin bönd. Brasilía, með framherjatríóið frábæra, Zizinho, Jair og Ademir, tætti Svíþjóð og Spán í sig 7-1 og 6-1 og fátt virtist geta stöðvað liðið. En Úrúgvæjar voru engir byrjendur og það gleymist stundum hversu gott lið þeirra var. Markvörðurinn RoqueMáspoli, VíctorRodríguezAndrade (nafni hans og frændi hafði orðið heimsmeistari með Úrúgvæ 1930), framherjarnir Schiaffino og Ghiggia voru allir leikmenn í heimsklassa sem og fyrirliðinn með járnviljann, ObdulioVarela, sem barði kjark í sína menn fyrir úrslitaleikinn og lyfti JulesRimet-styttunni að honum loknum. Úrúgvæ græddi reyndar á fyrirkomulagi mótsins, en liðið þurfti aðeins að leika einn leik, gegn Bólivíu sem vannst 8-0, til að komast í úrslitariðilinn. HM 1950 var annars nokkuð sérstakt mót. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár og í fyrsta sinn eftir seinni heimsstyrjöldina sem HM fór fram og aðeins 13 lið tóku þátt, eftir að Frakkar og Indverjar drógu sig úr leik á síðustu stundu, en samkvæmt einhverjum heimildum neituðu Indverjar að taka vegna þess að þeir máttu ekki spila berfættir. Mörg sterk lið vantaði, ólíkra ástæðna vegna. Argentína var ekki með vegna ósættis við brasilíska knattspyrnusambandið, Austurríki tók ekki þátt og bar fyrir sig mikinn ferðakostnað, Þýskaland var í banni, Sovétríkin, Ungverjaland og Tékkóslóvakía neituðu að taka þátt og skoska knattspyrnusambandið neitaði að senda lið af því að Skotland vann ekki Home Championship (árleg keppni milli liðanna á Bretlandseyjum). England tók hins vegar þátt í fyrsta skipti og var í riðli með Spáni, Síle og Bandaríkjunum. Englendingar unnu Síle í fyrsta leik sínum, en töpuðu svo mjög óvænt fyrir Bandaríkjunum 1-0. Tap fyrir Spáni með sömu markatölu sendi Englendinga heim með skottið á milli lappanna, en Spán áfram í úrslitariðilinn. Ríkjandi heimsmeistarar Ítalíu voru einnig með, aðallega að nafninu til, en kjarninn úr liðinu hafði farist í Superga-flugslysinu árið áður. Ítalir töpuðu sínum fyrsta leik á HM gegn Ólympíumeisturum Svía og voru nánast úr leik eftir það. Sigur á Paragvæ breytti engu þar um. Svíar komust í úrslitariðilinn þar sem liðið tapaði fyrir bæði Brasilíu og Úrúgvæ, en þeir gulu og bláu tryggðu sér þriðja sætið með 3-1 sigri á Spáni. Svíar voru með mjög sterkt lið á mótinu, sem hefði þó verið enn sterkara ef sænska knattspyrnusambandið hefði leyft atvinnumönnum – sem flestir léku á Ítalíu, þar á meðal Gunnar Gren, Gunnar Nordahl og Niels Liedholm – að taka þátt.Glæsilegt fylgirit um HM 2014 fylgdi með Fréttablaðinu í dag, en þessi grein birtist fyrst þar.Stöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Ronaldo og Messi báðir á höttunum eftir gullstyttunni Ronaldo og Messi hafa báðir verið gagnrýndir fyrir að sýna ekki sömu takta með félagsliðum og landsliðum sínum. Það verður mikil pressa á báðum leikmönnum að leiða lið sín að gullstyttunni frægu. 12. júní 2014 12:30 Ýmsar nýjungar á HM í Brasilíu Boðið verður upp á ýmsar nýjungar á HM til að aðstoða dómara leiksins. Spurning er hvernig hinn almenni sófaáhugamaður tekur í breytingarnar sem draga úr vafamálum. 12. júní 2014 14:00 Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn Átján leikir í beinni og HM-messa með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. 12. júní 2014 13:15 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira
Ronaldo og Messi báðir á höttunum eftir gullstyttunni Ronaldo og Messi hafa báðir verið gagnrýndir fyrir að sýna ekki sömu takta með félagsliðum og landsliðum sínum. Það verður mikil pressa á báðum leikmönnum að leiða lið sín að gullstyttunni frægu. 12. júní 2014 12:30
Ýmsar nýjungar á HM í Brasilíu Boðið verður upp á ýmsar nýjungar á HM til að aðstoða dómara leiksins. Spurning er hvernig hinn almenni sófaáhugamaður tekur í breytingarnar sem draga úr vafamálum. 12. júní 2014 14:00
Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn Átján leikir í beinni og HM-messa með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. 12. júní 2014 13:15