Íslenski boltinn

Þórir: Lít ekki á þetta sem eitthvað fordæmi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Banni Eyþórs Helga Birgissonar er lokið.
Banni Eyþórs Helga Birgissonar er lokið. vísir/Daníel
Áfrýjunardómstóll KSÍ sýknaði Víking Ólafsvík af refsikröfu aga- og úrskurðarnefndar sambandsins í gær og stytti leikbann EyþórsHelgaBirgissonar, leikmanns liðsins, niður í einn leik.

Hann var upphaflega úrskurðaður í fimm leikja bann og Ólsarar sektaðir um 100.000 krónur fyrir að segja aðstoðardómaranum ViatcheslavTitov „að drulla sér heim til Rússlands“.

Eyþór Helgi var dæmdur eftir 16. grein aga- og úrskurðarmála sem fjallar um hvers kyns mismunun á fótboltavellinum, en í henni stendur m.a. að hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi með kynþáttaníði skuli sæta fimm leikja banni og félag hans sektað um 100.000 krónur.

Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir: „Ekki verður fallist á það að orðbragð leikmannsins þegar hann gekk af velli hafi verið með þeim hætti að hann hafi með framferði sínu og ummælum gerst brotlegur við grein 16.1.“

Viatcheslav Titov vildi ekki ræða málið við Fréttablaðið þegar blaðamaður hafði sambandi í gær en sagði þó: „Mér líður ekki vel með þessa niðurstöðu.“

Aðspurður hvort þarna væri ekki verið að setja fordæmi og gengisfella 16. greinina að vissu leyti sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fréttablaðið: „Ég lít ekki á þetta sem neitt fordæmi.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×