Grafarþögn í ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2014 15:24 Ráðuneytið vísar í formsatriði, sem er að allar fyrirspurning eða samband við starfsmenn ráðuneytisins verði að fara í gegnum upplýsingafulltrúa, sem er í fríi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá nokkurn starfsmann innanríkisráðuneytisins til að tjá sig um afstöðu starfsmanna til Lekamálsins, eftir að til tíðinda dró í því í vikunni. Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri vísar til formsatriða, þeirra að frétta- og blaðamenn þurfi að hafa beint samband við upplýsingafulltrúa, og hann sé í fríi. Svo hafi þetta alltaf verið. RÚV greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hafi fyrirskipað að fréttamenn fái ekki beinan aðgang að starfsmönnum fyrr en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins kemur úr fríi á þriðjudag. Ingilín segir þetta misskilning en Vísir hefur fengið svipuð svör í afgreiðslu ráðuneytisins, en þetta er vægast sagt óheppilegt frí Jóhannesar Tómassonar upplýsingafulltrúa vegna óróa sem skapast hefur vegna mála Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra og játninga og dóms sem Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hlaut í gær. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að starfsmenn margir hverjir séu afar ósáttir við stöðu mála, hvernig málið hefur verið lagt upp gagnvart þeim, að þeir hafi mátt sitja sumir saklausir í ár grunaðir um leka. Því getur ekki verið úr vegi að spyrja þá milliliðalaust um hver afstaða þeirra til málsins er? Vísir hringdi í ráðuneytið í morgun en var þá vísað á tölvupóstfangið postur@irr.is með allar fyrirspurnir. Sú sem varð fyrir svörum vildi engum spurningum svara um hvort gefnar hefðu verið út fyrirskipanir um fjölmiðlabann starfsmanna eða hver hefði gefið út slíka tilskipun. Því var gripið til þess að senda slíka fyrirspurn. Og meðfylgjandi svar barst frá skrifstofu stefnumótunar og þróunar og undir ritar Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri. Hún segir fréttaflutning RÚV á misskilningi byggðan og bendir á að frá stofnun ráðuneytis hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Tilvísun í mál: IRR14110131Komdu sæll JakobÖllum fyrirspurnum sem berast ráðuneytinu er svarað. Ekkert hefur breyst í þeim efnum.Frétt RÚV er byggð á misskilningi og hef ég leiðrétt misskilninginn við RÚV.Frá stofnun ráðuneytisins hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Þegar upplýsingafulltrúinn er í fríi er fyrirspurnun beint á póstfang ráðuneytisins, postur@irr.is, en það pósthólf er vaktað yfir daginn og fyrirspurnun svarað.Góð kveðja, Ingilín Einn starfsmanna ráðuneytisins hefur látið að því liggja, í Facebookstatus, að verið sé að hefta tjáningarfrelsi starfsmanna, hann hvetur þá sem hafa óheft tjáningarfrelsi í lífinu, að nota það. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum ráðuneytisins til að fá nánari svör við stöðu mála, afstöðu starfsmanna sem tæplega getur flokkast undir trúnaðarmál af nokkru tagi, en allir þeir sem náðst hefur í hafa verið þöglir sem gröfin, og engum spurningum viljað svara. Ekki einu sinni þeim hvort farið hafi verið fram á það við þá að þeir svari engum spurningum fjölmiðla. Lekamálið Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá nokkurn starfsmann innanríkisráðuneytisins til að tjá sig um afstöðu starfsmanna til Lekamálsins, eftir að til tíðinda dró í því í vikunni. Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri vísar til formsatriða, þeirra að frétta- og blaðamenn þurfi að hafa beint samband við upplýsingafulltrúa, og hann sé í fríi. Svo hafi þetta alltaf verið. RÚV greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hafi fyrirskipað að fréttamenn fái ekki beinan aðgang að starfsmönnum fyrr en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins kemur úr fríi á þriðjudag. Ingilín segir þetta misskilning en Vísir hefur fengið svipuð svör í afgreiðslu ráðuneytisins, en þetta er vægast sagt óheppilegt frí Jóhannesar Tómassonar upplýsingafulltrúa vegna óróa sem skapast hefur vegna mála Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra og játninga og dóms sem Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hlaut í gær. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að starfsmenn margir hverjir séu afar ósáttir við stöðu mála, hvernig málið hefur verið lagt upp gagnvart þeim, að þeir hafi mátt sitja sumir saklausir í ár grunaðir um leka. Því getur ekki verið úr vegi að spyrja þá milliliðalaust um hver afstaða þeirra til málsins er? Vísir hringdi í ráðuneytið í morgun en var þá vísað á tölvupóstfangið postur@irr.is með allar fyrirspurnir. Sú sem varð fyrir svörum vildi engum spurningum svara um hvort gefnar hefðu verið út fyrirskipanir um fjölmiðlabann starfsmanna eða hver hefði gefið út slíka tilskipun. Því var gripið til þess að senda slíka fyrirspurn. Og meðfylgjandi svar barst frá skrifstofu stefnumótunar og þróunar og undir ritar Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri. Hún segir fréttaflutning RÚV á misskilningi byggðan og bendir á að frá stofnun ráðuneytis hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Tilvísun í mál: IRR14110131Komdu sæll JakobÖllum fyrirspurnum sem berast ráðuneytinu er svarað. Ekkert hefur breyst í þeim efnum.Frétt RÚV er byggð á misskilningi og hef ég leiðrétt misskilninginn við RÚV.Frá stofnun ráðuneytisins hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Þegar upplýsingafulltrúinn er í fríi er fyrirspurnun beint á póstfang ráðuneytisins, postur@irr.is, en það pósthólf er vaktað yfir daginn og fyrirspurnun svarað.Góð kveðja, Ingilín Einn starfsmanna ráðuneytisins hefur látið að því liggja, í Facebookstatus, að verið sé að hefta tjáningarfrelsi starfsmanna, hann hvetur þá sem hafa óheft tjáningarfrelsi í lífinu, að nota það. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum ráðuneytisins til að fá nánari svör við stöðu mála, afstöðu starfsmanna sem tæplega getur flokkast undir trúnaðarmál af nokkru tagi, en allir þeir sem náðst hefur í hafa verið þöglir sem gröfin, og engum spurningum viljað svara. Ekki einu sinni þeim hvort farið hafi verið fram á það við þá að þeir svari engum spurningum fjölmiðla.
Lekamálið Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira