Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2014 19:30 Rúmlega eitt hundrað ábyrgðarmenn greiða nú af námslánum sem lántaki hætti að greiða af. Menntamálaráðherra segist hafa skiling á vonbrigðum þeirra sem erfa ábyrgð á námslánum við fráfall ábyrgðarmanns lánanna. Á móti eigi erfingjar í þessari stöðu hins vegar kröfu á móti á þann sem tók námslánið. Lánasjóður íslenskra námsmanna hætti að krefjast ábyrgðarmanna á námslán eftir að lög voru sett þar að lútandi að tilstuðlan Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra árið 2009. Hins vegar eru fyrri ábyrgðir enn í fullu gildi og geta fylgt ábyrgðarmönnum fram yfir gröf og dauða, því krafa er gerð á dánarbú ábyrgðarmanna hafi lántaki ekki staðið í skilum. Dæmi er um fólk sem erft hefur ábyrgð án þess að vita það fyrr en eftir að dánabúi hefur verið skipt því LÍN hafði láðst að láta erfingjana vita. Í frumvarpi til heildarendurskoðunar laga um lánasjóðinn sem dagaði uppi undir lok stjórnartíðar síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að ábyrgðarmenn yrðu lausir undan ábyrgðum sínum við 67 ára aldur. Kæmi til greina að taka það upp? „Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á lögunum um lánasjóðinn og þar verða auðvitað þessi mál öll krufin,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi verið mikill munur á kostnaðarmati menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þegar frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram á Alþingi vorið 2013 og taldi fjármálaráðuneytið frumvarið dýrara en kom fram í frumvarpinu. Menntamálaráðherra minnir á að ábyrgðarmenn séu ekki alveg réttlausir. Þeir eigi endurkröfurétt á lántakandann standi hann ekki í skilum og lánið fellur á ábyrgðarmanninn. En samkvæmt upplýsingum frá lánasjóðnum greiða nú 122 ábyrgðarmenn af lánum hjá sjóðnum. „Vitanlega geta komið upp mjög erfiðar aðstæður og enn og aftur; ég skil vel þá sem standa allt í einu í þeirri stöðu að ábyrgðir sem voru veittar fyrir áratugum síðan koma fram og þeir hafa ekki gert sér grein fyrir að væru til staðar, m.a. vegna þess að um var að ræða dánarbú. Ég skil vel þær tilfinningar sem hljóta þá að bærast hjá fólki. En þetta eru reglurnar og svona er þessi staða. Mér finnst mestu skipta að það sé þá gerður góður skurkur í því að tryggja að þeir sem eru í ábyrgðum sem tengjast dánarbúum viti af sinni stöðu,“ segir Illugi Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Rúmlega eitt hundrað ábyrgðarmenn greiða nú af námslánum sem lántaki hætti að greiða af. Menntamálaráðherra segist hafa skiling á vonbrigðum þeirra sem erfa ábyrgð á námslánum við fráfall ábyrgðarmanns lánanna. Á móti eigi erfingjar í þessari stöðu hins vegar kröfu á móti á þann sem tók námslánið. Lánasjóður íslenskra námsmanna hætti að krefjast ábyrgðarmanna á námslán eftir að lög voru sett þar að lútandi að tilstuðlan Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra árið 2009. Hins vegar eru fyrri ábyrgðir enn í fullu gildi og geta fylgt ábyrgðarmönnum fram yfir gröf og dauða, því krafa er gerð á dánarbú ábyrgðarmanna hafi lántaki ekki staðið í skilum. Dæmi er um fólk sem erft hefur ábyrgð án þess að vita það fyrr en eftir að dánabúi hefur verið skipt því LÍN hafði láðst að láta erfingjana vita. Í frumvarpi til heildarendurskoðunar laga um lánasjóðinn sem dagaði uppi undir lok stjórnartíðar síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að ábyrgðarmenn yrðu lausir undan ábyrgðum sínum við 67 ára aldur. Kæmi til greina að taka það upp? „Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á lögunum um lánasjóðinn og þar verða auðvitað þessi mál öll krufin,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi verið mikill munur á kostnaðarmati menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þegar frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram á Alþingi vorið 2013 og taldi fjármálaráðuneytið frumvarið dýrara en kom fram í frumvarpinu. Menntamálaráðherra minnir á að ábyrgðarmenn séu ekki alveg réttlausir. Þeir eigi endurkröfurétt á lántakandann standi hann ekki í skilum og lánið fellur á ábyrgðarmanninn. En samkvæmt upplýsingum frá lánasjóðnum greiða nú 122 ábyrgðarmenn af lánum hjá sjóðnum. „Vitanlega geta komið upp mjög erfiðar aðstæður og enn og aftur; ég skil vel þá sem standa allt í einu í þeirri stöðu að ábyrgðir sem voru veittar fyrir áratugum síðan koma fram og þeir hafa ekki gert sér grein fyrir að væru til staðar, m.a. vegna þess að um var að ræða dánarbú. Ég skil vel þær tilfinningar sem hljóta þá að bærast hjá fólki. En þetta eru reglurnar og svona er þessi staða. Mér finnst mestu skipta að það sé þá gerður góður skurkur í því að tryggja að þeir sem eru í ábyrgðum sem tengjast dánarbúum viti af sinni stöðu,“ segir Illugi Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira