Tölvusnillingar framtíðarinnar Birta Björnsdóttir skrifar 14. júlí 2014 20:00 Í Háskólanum í Reykjavík sitja í sumar tölvusnillingar framtíðarinnar og æfa sig. Hátt í 800 börn sækja tölvunámskeið á vegum Skema, þar sem boðoð er upp á fjölbreytt tölvunámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára. Árdís Ármannsdóttir er framkvæmdastjóri Skema. Hún segir námskeiðin vera vikulöng og á hverjum mánudegi hefjist fjögur ný námskeið, og þau eru af ýmsum toga.„Eitt námskeiðanna er til dæmis í þannig að nemendur byrja með tölvu sem búið er að tæta í sundur. Á námskeiðinu eiga þau svo að púsla henni saman aftur og fá hana til að virka," segir Árdís. En vinsælasta námskeiðið í sumar er kennsla í leiknum Minecraft og við fengum að fylgjast með nokkrum leikmönnum framtíðarinnar spreyta sig í leiknum vinsæla, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.„Maður á að byggja hús og svona," sagði Árni, aðspurður um hvert verkefni spilara í Minecraft væri. Undir það tók félagi hans, Jóhannes, sem sagði að leikurinn væri í raun eins og í alvöru heiminum. Krakkarnir geta unnið saman, en en eitthvað virtist þó grunnt á því góða meðal þeirra, því Árni sagði fréttamanni frá því að hann hefði drepið einn félaga sinn í leiknum. Þá sagðist Þórir hafa eytt deginum í að byggja kastala sem ónefndur félagi á námskeiðinu hefði síðan sprengt upp fyrir honum. Allir voru viðmælendur hæstánægðir með námskeiðið og sýndu ekki á sér fararsnið þó svo að námskeiðið væri að verða búið þann daginn. Árdís segir stelpur vera venjulega um 10-12 % þeirra sem sækja tölvunámskeiðin, en þess sé dæmi að meiri en helmingur nemenda á námskeiðum séu stelpur. Árdís segir tölvunámskeiðin góða viðbót við fjölbreytta flóru sumarnámskeiða sem í boði eru fyrri krakka, tölvukennsla sé nauðsynleg fyrir framtíðina.„Við kennum nemendum líka umgengni við tölvur, það eigi ekki að sitja við þær klukkutímunum saman. Við stöndum upp og förum í leiki og hreyfum okkur aðeins á námskeiðinu," segir Árdís. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Í Háskólanum í Reykjavík sitja í sumar tölvusnillingar framtíðarinnar og æfa sig. Hátt í 800 börn sækja tölvunámskeið á vegum Skema, þar sem boðoð er upp á fjölbreytt tölvunámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára. Árdís Ármannsdóttir er framkvæmdastjóri Skema. Hún segir námskeiðin vera vikulöng og á hverjum mánudegi hefjist fjögur ný námskeið, og þau eru af ýmsum toga.„Eitt námskeiðanna er til dæmis í þannig að nemendur byrja með tölvu sem búið er að tæta í sundur. Á námskeiðinu eiga þau svo að púsla henni saman aftur og fá hana til að virka," segir Árdís. En vinsælasta námskeiðið í sumar er kennsla í leiknum Minecraft og við fengum að fylgjast með nokkrum leikmönnum framtíðarinnar spreyta sig í leiknum vinsæla, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.„Maður á að byggja hús og svona," sagði Árni, aðspurður um hvert verkefni spilara í Minecraft væri. Undir það tók félagi hans, Jóhannes, sem sagði að leikurinn væri í raun eins og í alvöru heiminum. Krakkarnir geta unnið saman, en en eitthvað virtist þó grunnt á því góða meðal þeirra, því Árni sagði fréttamanni frá því að hann hefði drepið einn félaga sinn í leiknum. Þá sagðist Þórir hafa eytt deginum í að byggja kastala sem ónefndur félagi á námskeiðinu hefði síðan sprengt upp fyrir honum. Allir voru viðmælendur hæstánægðir með námskeiðið og sýndu ekki á sér fararsnið þó svo að námskeiðið væri að verða búið þann daginn. Árdís segir stelpur vera venjulega um 10-12 % þeirra sem sækja tölvunámskeiðin, en þess sé dæmi að meiri en helmingur nemenda á námskeiðum séu stelpur. Árdís segir tölvunámskeiðin góða viðbót við fjölbreytta flóru sumarnámskeiða sem í boði eru fyrri krakka, tölvukennsla sé nauðsynleg fyrir framtíðina.„Við kennum nemendum líka umgengni við tölvur, það eigi ekki að sitja við þær klukkutímunum saman. Við stöndum upp og förum í leiki og hreyfum okkur aðeins á námskeiðinu," segir Árdís.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira