Erlent

Sendu 300 milljarða

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Innflytjendur í Svíþjóð sendu í fyrra 1,5 milljarða sænskra króna heim til Íraks.
Innflytjendur í Svíþjóð sendu í fyrra 1,5 milljarða sænskra króna heim til Íraks. Vísir/AP
Innflytjendur í Svíþjóð sendu í fyrra sem samsvarar 17,6 milljörðum sænskra króna, um 300 milljörðum íslenskra króna, til heimalanda sinna samkvæmt mati fyrirtækisins Ria Financial Services.

Í frétt á vef Dagens Nyheter segir að velþekkt sé að peningasendingar innflytjenda til heimalanda sinna skipti oft meira máli en alþjóðlegt hjálparstarf. Bent er á að á Filippseyjum og í Jemen samsvari heimsendingarnar mörgum prósentum af vergri þjóðarframleiðslu.

Flestar peningasendingarnar frá innflytjendum í Svíþjóð fara til Íraks. Í fyrra voru rúmir 1,5 milljarðar sænskra króna sendir þangað. Það jafngildir tæplega 26 milljörðum íslenskra króna. Til Póllands sendu innflytjendur tæplega 900 milljónir sænskra króna eða tæpa 15 milljarða íslenskra króna. Þar á eftir fylgja Íran, Tyrkland og Bosnía.

Peningasendingarnar fara flestar frá stórborgunum í Svíþjóð og svæðunum í kringum þær.


Tengdar fréttir

Margir vilja ekki gefa lífsýni

Björgunarsveitafólk um allt land segir að almenningur taki heimsóknum sínum vel en þó eru mörg dæmi um að fólk neiti að láta sýni af hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×