Enski boltinn

Lallana: Erum vonandi komnir á beinu brautina

Lallana fagnar í kvöld.
Lallana fagnar í kvöld. vísir/getty
Adam Lallana átti frábæran leik í liði Liverpool í kvöld og skoraði tvö mörk í 4-1 sigri liðsins á Swansea.

„Mér fannst allt liðið vera frábært í kvöld. Við höfum ekki átt allt of marga góða leiki í vetur en við erum vonandi komnir á beinu brautina núna," sagði Lallana sem er einnig sífellt að bæta sinn leik.

„Ég hef alltaf sagt að það yrði ekki auðvelt að fara frá Southampton til Liverpool en strákarnir hafa verið frábærir í að styðja mig. Ég er að spila meira inn á miðri miðjunni og þar líður mér vel. Það var vissulega frábært að skora mörkin en þessi frammistaða liðsins skiptir enn meira máli.

„Það hefur tekið smá tíma að slípa liðið saman og þetta er allt að koma. Okkar markmið er enn að lenda í einu af fjórum efstu sætunum."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×