Enski boltinn

Enginn veit hvað Adebayor er að gera í Tógó

Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. vísir/getty
Framherjinn Emmanuel Adebayor mun ekki spila með Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld en hann fékk leyfi hjá félaginu til þess að fara heim til Tógó.

Spurs vildi ekkert segja um ástæður þess að Adebayor flaug heim. Aðeins var sagt að hann hefði fengið leyfi af persónulegum ástæðum.

Líklegt má telja að veikindi í fjölskyldu hans séu ástæðan fyrir ferðalagi framherjans. Þegar hefur verið gefið út að hann spili ekki gegn Swansea á sunnudag.

„Ég held hann komi til baka fyrir jólatörnina. Við erum að vonast eftir því að hann komi í næstu viku. Þetta er mikilvægur tími í hans lífi og það má ekki gleyma því að leikmenn eru líka fólk sem þurfa tíma fyrir sig," sagði Mauricio Pochettino, stjóri Spurs.

Adebayor hefur ekki fundið sig vel í vetur og aðeins skoraði tvö mörk í tólf leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×