Enski boltinn

Óskaði þess að stuðningsmaður myndi deyja

Pearson er þekktur fyrir að tala mannamál.
Pearson er þekktur fyrir að tala mannamál. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið er búið að kæra stjóra Leicester, Nigel Pearson, en hann missti sig í samskiptum við stuðningsmann félagsins á dögunum.

Undir lok tapleiksins við Liverpool lét einn stuðningsmaður Leicester blótsyrðunum rigna yfir Pearson. Það er nú engin nýlunda að stjórar og leikmenn fái að heyra það á vellinum og venjulega láta þeir það sem vind um eyru þjóta.

Ekki Pearson. Hann snéri sér að stuðningsmanninum. Sagði honum að „fokka sér" og óskaði þess síðan að hann myndi deyja. Lífleg uppákoma.

Pearson ætlar að verja sig með kjafti og klóm í þessu máli. Hann gæti fengið bann fyrir þessa hegðun.

Þó líklega ekki langt þar sem Alan Pardew fékk aðeins þriggja leikja bann fyrir að skalla leikmann andstæðinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×