Enski boltinn

Fjórða tap Southampton í röð | Enn eitt jafnteflið hjá Sunderland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alex Song og Jozy Altidore í baráttunni í leik West Ham og Sunderland.
Alex Song og Jozy Altidore í baráttunni í leik West Ham og Sunderland. vísir/getty
Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Chelsea og Manchester City unnu bæði sína leiki, eins og lesa má um hér og hér.

Crystal Palace og Stoke City skildu jöfn 1-1 á Shelhurst Park.

James McArthur kom Palace yfir á 11. mínútu með skalla eftir sendingu Yannicks Bolasie, en Peter Crouch jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar.

Stoke situr í 11. sæti deildarinnar, en Palace er fimm sætum neðar.

Sunderland og West Ham gerðu einnig 1-1 jafntefli á Ljósvangi.

Jordi Gomez kom Sunderland yfir á 22. mínútu með marki úr vítaspyrnu var dæmd var eftir að James Tomkins braut á Adam Johnson innan vítateigs.

Það tók Hamrana aðeins sex mínútur að jafna en þar var að verki Stewart Downing með skoti í varnarmann og inn.

West Ham er í fínni stöðu í 4. sæti deildarinnar, en Sunderland er í því 15., aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

West Brom vann Aston Villa með einu marki gegn engu á The Hawthorns.

Kieran Richardson fékk að líta rauða spjaldið á 22. mínútu fyrir brot á fyrrum liðsfélaga sínum hjá Sunderland, Stephane Sessegnon og eftir það var róður Aston Villa þungur.

Það tók liðsmenn West Brom hins vegar 50 mínútur að nýta sér liðsmuninn, en á 72. mínútu skoraði Craig Gardner eina mark leiksins og tryggði West Brom mikilvægan sigur.

Southampton hefur fatast flugið að undanförnu í dag tapaði liðið sínum fjórða leik í röð gegn Burnley á Turf Moor.

Ashley Barnes var hetja Burnley, en hann skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu.

Tom Heaton átti einnig stóran þátt í sigri nýliðanna, en hann varði vítaspyrnu Dusans Tadic í seinni hálfleik.

Dýrlingarnir eru í 5. sæti, en Burnley lyfti sér úr fallsæti með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×