Rithöfundar gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum Heimir Már Pétursson skrifar 12. desember 2014 19:00 Stjórnarandstaðan fordæmdi hækkun á lægra þrepi virðisaukaskattsins við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra sagði skattkerfisbreytingarnar hins vegar stuðla að lækkun verðlags. Rithöfundar sem mættu á þingpalla gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Áður en atkvæðagreiðslan um breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu hófst á Alþingi í dag höfðu rithöfundar með táknrænum hætti raðað eintökum af ljóðabókinni NEI eftir Ara Jósefsson á tröppurnar við aðalinngang Alþingis. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka mótmæltu fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins á matvæli, bækur, tónlist og fleira. „Og ég mun segja nei við þessari tillögu, virðulegur forseti, því ég styð það ekki að hækka álögur á almenning í landinu. Og ég styð það svo sannarlega ekki að hækka verð á bókum og tónlist og ég vil nota þetta tækifæri og vara háttvirta þingmenn við, því hér er búið að færa fram varnaðarorð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þá sögðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli úr 7 prósentum í 11 kæmi verst niður á þeim sem minnst hefðu á milli handanna og minntu formann Framsóknarflokksins og þingenn flokksins á fyrri heitstrengingar í þessum efnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði frumvarpið ásamt afnámi vörugjalda færa fimm milljarða til heimilanna í landinu og breytingarnar á kerfinu væru tímabærar. Kerfið læki og fjölgun ferðamanna sýndi að það væri ekki að skila því sem það ætti að skila. Verðlag muni lækka og kaupmáttur aukast. „Það er ótrúlegt að sjá menn koma hér upp og nefna einn og tvo vöruflokka. En sjá ekki allt hitt sem er t.d. í efra þrepinu. Þetta er í efra þrepinu,“ sagði fjármálaráðherra og benti á viðinn og hljóðnemana í ræðupúltinu á Alþingi. „Fötin sem við erum í, ljósin, málningin, gólfið, teppið, þakið, grindverkið þarna uppi. Allt er þetta í efra þrepinu,“ sagði Bjarni en afnám almennra vörugjalda mun lækka margt af þessum vörum í verði. Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambandsins ásamt öðrum rithöfundum fjömenntu á þingpalla og þegar atkvæði voru greidd um um hækkun skattsins á bækur og tónlist gripu þeir fyrir augu og eyru og gengu svo út úr þinghúsinu. Hvers vegna er það svona bagalegt að virðisaukaskattur á bækur hækki um þessi prósentustig? „Þetta er afar táknræn og hugmyndafræðileg aðgerð hjá stjórnvöldum að leggja skatt á menningu með þessum hætti. Um alla Evrópu eru menn að lækka og afnema skatt á bókum til að efla læsi,“ segir Kristín Helga. Sem dæmi séu Norðmenn að afnema virðisaukaskatt á bókum vegna þess að þeir telji sig vera að verja örtungumál. „Þannig að ef norska er orðin örtunga þá er íslenska kannski leynimál,“ sagði formaður Rithöfundasambandsins. Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan fordæmdi hækkun á lægra þrepi virðisaukaskattsins við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra sagði skattkerfisbreytingarnar hins vegar stuðla að lækkun verðlags. Rithöfundar sem mættu á þingpalla gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Áður en atkvæðagreiðslan um breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu hófst á Alþingi í dag höfðu rithöfundar með táknrænum hætti raðað eintökum af ljóðabókinni NEI eftir Ara Jósefsson á tröppurnar við aðalinngang Alþingis. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka mótmæltu fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins á matvæli, bækur, tónlist og fleira. „Og ég mun segja nei við þessari tillögu, virðulegur forseti, því ég styð það ekki að hækka álögur á almenning í landinu. Og ég styð það svo sannarlega ekki að hækka verð á bókum og tónlist og ég vil nota þetta tækifæri og vara háttvirta þingmenn við, því hér er búið að færa fram varnaðarorð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þá sögðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli úr 7 prósentum í 11 kæmi verst niður á þeim sem minnst hefðu á milli handanna og minntu formann Framsóknarflokksins og þingenn flokksins á fyrri heitstrengingar í þessum efnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði frumvarpið ásamt afnámi vörugjalda færa fimm milljarða til heimilanna í landinu og breytingarnar á kerfinu væru tímabærar. Kerfið læki og fjölgun ferðamanna sýndi að það væri ekki að skila því sem það ætti að skila. Verðlag muni lækka og kaupmáttur aukast. „Það er ótrúlegt að sjá menn koma hér upp og nefna einn og tvo vöruflokka. En sjá ekki allt hitt sem er t.d. í efra þrepinu. Þetta er í efra þrepinu,“ sagði fjármálaráðherra og benti á viðinn og hljóðnemana í ræðupúltinu á Alþingi. „Fötin sem við erum í, ljósin, málningin, gólfið, teppið, þakið, grindverkið þarna uppi. Allt er þetta í efra þrepinu,“ sagði Bjarni en afnám almennra vörugjalda mun lækka margt af þessum vörum í verði. Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambandsins ásamt öðrum rithöfundum fjömenntu á þingpalla og þegar atkvæði voru greidd um um hækkun skattsins á bækur og tónlist gripu þeir fyrir augu og eyru og gengu svo út úr þinghúsinu. Hvers vegna er það svona bagalegt að virðisaukaskattur á bækur hækki um þessi prósentustig? „Þetta er afar táknræn og hugmyndafræðileg aðgerð hjá stjórnvöldum að leggja skatt á menningu með þessum hætti. Um alla Evrópu eru menn að lækka og afnema skatt á bókum til að efla læsi,“ segir Kristín Helga. Sem dæmi séu Norðmenn að afnema virðisaukaskatt á bókum vegna þess að þeir telji sig vera að verja örtungumál. „Þannig að ef norska er orðin örtunga þá er íslenska kannski leynimál,“ sagði formaður Rithöfundasambandsins.
Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira